Við göngum á nóttunni og sofum á daginn
STÓRURÐ laugardaginn 18. júní 2022
Gengið í Stórurð sem er ein mikilfenglegasta náttúrusmíð á Íslandi og kúrir í faðmi Dyrfjalla. Í urðinni er einstök náttúra, sléttir grasbalar, hrikalegir grjótruðningar, steinblokkir, sumar tugir metra á hæð, fagrar tjarnir og sérstakur gróður. Ganga í Stórurð er einstök upplifun. Við göngum frá Vatnsskarði og komum niður í Njarðvík. Mæting er á bílastæði á Vatnsskarði kl. 20:00. Hækkun: 450 m. Fjöldi km: 14 Erfiðleikastig ferðar: 3/5 VALAHJALLI sunnudaginn 19. júní 2022 Við göngum frá Karlsskála um samnefndar skriður og uppá í Valahjalla þar sem er að finna brak úr þýskri herflugvél sem fórst í Sauðatindi í maí 1940. Þar eru einnig stórbrotin ummerki eftir mikið berghlaup úr tindinum frá árinu 2014. Við finnum leynitjörn og njótum náttúrunnar og útsýnisins yfir að eyjunni Skrúð og yfir mynni Reyðarfjarðar. Mæting er við Hótel Eskifjörð kl. 19:00 Hækkun: 410 m. Fjöldi km: 12 Erfiðleikastig ferðar: 3/5 SÓLSTÖÐUR! SNÆFELL mánudaginn 20. júní 2022 Eftir að hafa ekið inn Vellina og Fljótsdalinn um Fljótsdalsheiði fram hjá Snæfellsskála, hefjum við gönguna á konung íslenskra fjalla, hæsta fjall utan jökla á Íslandi, Snæfell, 1833 m.y.s. Leiðin hentar flestu fjallgöngufólki og skiptast á brattir og þægilegri kaflar. Það er einstakt að upplifa sólstöður á Snæfelli og útsýnið af toppnum er magnað í allar áttir. Á leiðinni til baka er komið við í Laugarfelli, þar sem við fáum morgunverð og dýfum okkur í dásamlegar náttúrulaugar með útsýni á fjallið sem við vorum að toppa. Við gerum ráð fyrir að enda þessa frábæru næturferð á Egilsstöðum um milli 10:00 og 11:00 að morgni dags. Mæting við N1 á Egilsstöðum kl. 19:00. Hækkun: 1.030 m. Fjöldi km: 14 Erfiðleikastig ferðar: 3/5 |
Ganga á Snæfell:
Morgunverður og baðferð í Laugarfelli er ekki innifalið í verði, greiðist á staðnum.
|
Taka með:
|
Innifalið:
Annað:
|
Í bakpokanum:
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og/eða GPS tæki (sé þekking til staðar)
- Gott smurt nesti fyrir nóttina
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Vasahnífur
- Sólgleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, sótthreinsiklútar/gel og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Legghlífar og broddar, ef þurfa þykir
- Góða skapið og kannski eitthvað fleira sem þér þykir ómissandi!