15.02.2022
Almennir skilmálar vegna farmiðakaupa, flugs og alferða
Upplýsingar og pöntun
Í verðskrá og öllum auglýsingum ferðaskrifstofunnar reynum við ávallt að tilgreina verð og allar upplýsingar sem snerta ferðina á greinargóðan og nákvæman hátt. Pöntun á ferð er bindandi samningur fyrir farþega og ferðaskrifstofuna, en þó því aðeins að ferðaskrifstofan hafi staðfest pöntunina skriflega tilbaka og farþegi hafi greitt tilskilið staðfestingargjald.
Ef farþegi hefur sett fram sérstakar kröfur um aukaþjónustu skal það koma fram í sérsamningi aðila. Sé um að ræða pantanir fyrir hópa skal framlagður nafnalisti teljast skuldbindandi af hálfu farþega, en þó skal ferðaskrifstofan leyfa einstakar breytingar á nöfnun þeirra sem ferðast hafi slíkar breytingar ekki nein áhrif á heildarfjölda farþega viðkomandi hóps.
Greiðslur
Áætlað verð ferðar, eins og það er á greiðsludegi, skal greitt samkvæmt auglýstum skilmálum ferðaskrifstofunnar og skulu ferðaskjöl sótt/afhent um leið og fullnaðargreiðsla ferðar hefur farið fram. Þó fá farþegar ávallt bráðabirgðakvittun við greiðslu staðfestingargjalds eða innáborguna þar sem fram koma allar helstu upplýsingar sem lúta að þeirri ferð sem farþegi er að kaupa.
Fullnaðargreiðslu skal vera lokið eigi síðar en 8 vikum fyrir brottför en í einstaka tilfellum áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til þess að krefjast fullnaðarfrágangs með lengri tíma í brottför ferðar.
Greiðslufrágangur
Staðfestingargjald er breytilegt milli ferða og er óafturkræft. Lokagreiðsla skal hafa borist ferðaskrifstofu eigi síðar en 8 vikum fyrir brottfarardag. Hafi fólk hug á að skipta greiðslum niður á kreditkort skal hafa samband við okkur um leið og staðfestingargjald er greitt.
Þegar fargjaldareglur flugfélaga eða annarra samstarfsaðila ganga lengra hvað greiðslur varðar en skilmálar ferðaskrifstofunnar gildir sú regla er gengur lengra.
Verð og verðbreytingar
Það sem er ekki talið upp í verði sem innifalið, en gæti verið nefnt í ferðalýsingu, er valfrjálst en skal greiðast sérstaklega af hverjum einstaklingi fyrir sig.
Börn
Afpöntun ferðar
Dagsferðir:
Samsettar ferðir:
Samsett margra daga ferð sem innifelur rútu, flug, hótel og/eða skipulagða dagskrá fæst ekki endurgreidd þegar minna en 8 vikur eru í brottför.
Ef ferð er afpöntuð, þá greiðir kaupandi:
Afturköllun eða breytingar á pöntun sem innifelur leiguflug:
Ef reglur samstarfsaðila okkar ganga lengra en að ofan greinir, gildir sú regla sem gengur lengra.
Ef þátttakandi mætir ekki til brottfarar á réttum tíma eða getur ekki hafið ferðina vegna skorts á gildum ferðaskilríkjum, svo sem vegabréfi, áritun þess, vottorðs vegna ónæmisaðgerða eða af öðrum ástæðum, á hann ekki rétt á endurgreiðslu ferðarinnar.
Endurgreitt er inná kreditkort sem greitt var með en inn á bankareikning farþega hafi greiðsla farið fram með peningum eða banka innleggi. Endurgreiðslugjald er 3.000 kr á mann óháð greiðsluaðferð.
Athugið: Pakkaferðum er ekki hægt að breyta, hvorki dagsetningu, herbergjategund, fjölda í herbergi né skipta um gististað.
Tryggingar
Við mælum eindregið með að fólk kaupi sér forfallatryggingu, komi upp veikindi hjá viðkomandi eða nánustu aðstandendum. Einnig mælum við með því að allir farþegar hafi samband við Tryggingarstofnun Ríkisins og útvegi sér evrópskt sjúkratryggingarkort (þrátt fyrir að vera með ferða- og slysatryggingu hjá tryggingarfélagi). Kortið er öllum að kostnaðarlausu.
Framsal bókunar
Farþegi getur framselt bókun sína til aðila sem fullnægir þátttökuskilyrðum. Skal farþegi sem og framsalshafi tilkynna ferðaskrifstofu skriflega strax um slíkt framsal. Framseljandi ferðar og framsalshafi eru þá sameiginlega og hvor í sínu lagi ábyrgir gagnvart ferðaskrifstofunni og því er varðar greiðslu á eftirstöðvum og öllum aukakostnaði er kann að leiða af slíku framsali.
Óheimilt er að framselja ferð eftir að farseðill hefur verið gefinn út eða í öðrum þeim tilvikum þar sem þeir aðilar sem selja þjónustu í ferðina hafa sett ákveðin skilyrði þannig að það sé ekki í valdi ferðaskrifstofunnar að breyta þeim. Ferðaskrifstofan tekur ekki ábyrgð á sölu ferða frá einum farþega til annars.
Skyldur þátttakenda
Farþegar eru skuldbundnir að hlíta fyrirmælum fararstjóra eða starfsfólks þeirra aðila er ferðaskrifstofa skiptir við. Farþegi er skuldbundinn að hlíta lögum og reglum opinberra aðila í þeim löndum sem hann ferðast um, taka tillit til samferðarmanna sinna og hlíta þeim reglum er gilda á flutningatækjum, áningarstöðum (t.d. flughöfnum), gisti- og matsölustöðum o.s.frv., enda ber hann ábyrgð á tjóni sem hann kann að valda með framkomu sinni. Farþegi sem mætir ekki á brottfararstað (s.s. flugstöð) á réttum tíma hefur fyrirgert rétti sínum til bóta ef hann af þeim sökum verður af pöntuðu fari.
Breytingar eða niðurfelling ferða af hálfu Tanna
Við áskiljum okkur þann rétt til að hætta við eða breyta ferðaskipulagi ef breytingu þarf að gera á gististöðum eða ef veður hamlar för. Ef lágmarksþátttöku er krafist í ferð og hún næst ekki þá áskiljum við okkur þann rétt til að sameina ferðir eða hætta við. Við munum upplýsa alla um þetta með fyrirvara og bjóða aðra vöru eða endurgreiðslu.
Við munum ekki greiða útlagðan kostnað farþega s.s. ferðatryggingar, gistingu, flug eða aðra slíka þjónustu, sé hún ekki innfalin í verði ferðarinnar.
Takmörkun ábyrgðar og skaðabætur
Þátttakendur eiga þess kost að kaupa, á sinn kostnað, ferða-, slysa/sjúkra- og farangurstryggingu hjá tryggingafélögum. Einnig forfallatryggingu/gjald þar sem slík vernd er ekki innifalin í verði ferðar.
Yfirleitt þarf að kaupa þessar tryggingar um leið og staðfestingargjald ferðar er greitt. Ath. sértu handhafi kreditkorts, fylgja einhverjar ferðatryggingar með, allt eftir gerð kortsins. Við bendum fólki á að kynna sér það vel hjá sínu tryggingarfélagi.
Mjög mikilvægt er að nafn farþega sé skráð nákvæmlega eins og í vegabréfi viðkomandi. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á neinum vandkvæðum sem upp geta komið í tengslum við það.
Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að takmarka greiddar skaðabætur í samræmi við þær takmarkanir sem kveðið er á um í landslögum eða alþjóðasamningum. Ferðaskrifstofan gerir ávallt ráð fyrir að farþegar séu heilir heilsu þannig að ekki sé hætta á að þeir valdi öðrum óþægindum eða tefji ferðina vegna sjúkdóms eða veikinda. Ef farþegi veikist í hópferð ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast sem og kostnaði við heimferðina. Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þó hann ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum, sem ferðaskrifstofunni verður ekki um kennt
Hugsanlegar kvartanir vegna ferðarinnar skulu berast til fararstjóra strax. Kvörtun skal síðan berast ferðaskrifstofunni skriflega eins fljótt og við verður komið og í síðasta lagi innan viku frá því viðkomandi ferð lauk, að öðrum kosti eru bótakröfur ekki teknar til greina og farþegi með aðgerðarleysi sínu samþykkt að fella niður allar slíkar kröfur á hendur ferðaskrifstofunni.
Verði farþegi fyrir meiðslum eða eignatjóni vegna þess að ferð er ófullnægjandi eða vegna aðgerða (-leysis) ferðaskrifstofunnar á hann rétt á skaðabótum, nema því aðeins að slíkt verði rakið til farþega sjálfs eða þriðja aðila sem ekki tengist ferðaskrifstofunni, svo og ef ófyrirsjáanlegar eða óviðráðanlegar aðstæður eða atburðar valda því sem ferðaskrifstofan gat með engu móti séð fyrir eða komið í veg fyrir.
Ef ferð fullnægir ekki ákvæðum samnings getur farþegi krafist þess að ráðin sé bót á, nema það hafi í för með sér óeðlilegan kostnað eða veruleg óþægindi fyrir ferðaskrifstofuna. Ef ekki er hægt að bæta úr því sem á vantar eða einungis með lakari þjónustu á farþegi rétt á verðlækkun á ferðinni sem jafngildir mismuninum á þeirri þjónustu sem veitt var og þeirri sem veitt er.
Að öðru leyti er vísað til gildandi reglugerða bæði innanlands sem erlendis hvað varðar réttindi farþega í alferðum.
Sérákvæði
Flugfélög hafa rétt til breytinga á flugáætlun og flugtímum vegna veðurfarslega orsaka, tafa vegna mikillar flugumferðar, afgreiðslutafar á flugvelli, vegna seinkunnar komu vélar úr öðru flugi eða vegna bilana. Flugfélög hafa og rétt til að skipta um flugvélakost reynist það nauðsynlegt. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á slíkum töfum flugfélaga eða breytingum frá fyrirfram staðfestri flugáætlun og ber enga skyldu til endurgreiðslu eða fjárhagslegra bóta til handa farþegum. Í þessu sambandi má sjá tilkynningu frá Samgöngustofu.
Samkvæmt almennum starfsreglum erlendis hafa hótel og íbúðahótel leyfi til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum á pöntunum. Það getur gerst að okkar hótel og íbúðahótel hafi ekki pláss fyrir alla þá sem bókaðir eru í viðkomandi stað þrátt fyrir fyrirliggjandi staðfestingu til ferðaskrifstofunnar. Viðkomandi hótel og íbúðahótel eru þá skyldug til að útvega farþegum okkar sem ekki fá inni, sambærilegt eða betra hótel. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á áðurnefndum yfirbókunum, en að sjálfsögðu aðstoðar starfsfólk ferðaskrifstofunnar farþega eftir föngum hverju sinni.
Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á skemmdum á töskum sem kunna að verða á meðan ferð farþega stendur, hvort sem slíkt hendir í leiguflugi, áætlunarflugi, áætlunarbifreiðum eða öðrum farartæjum sem notuð eru og útveguð af ferðaskrifstofunni. Að sama skapi ber ferðaskrifstofan ekki neina ábyrgð tapist farangur, hann afgreiddur í ranga flugvél, berst síðar eða skemmist í meðferðum.
Er farþegum bent að halda vel til haga öllum gögnum um sinn farangur s.s. töskumiðum og í framhaldinu hafa samband við starfsmenn flugvallayfirvalda til að útbúa tjónaskýrslu, óska eftir aðstoð og veita upplýsingar um verðmæti og eða skemmdir.
Flugfélagið mun svo sjá um greiðslu skaðabóta samkvæmt alþjóðlegum reglum og er greiðsla send beint til farþega. Sé um íslenskt flugfélag að ræða þarf sömuleiðis tjónaskýrslu frá flugvallaryfirvöldum farseðil og töskumiða, en þá snýr fólk sér beint til flugfélagsins.
Ferðaskrifstofan mun aðstoða farþega sína eins og kostur er hverju sinni, en getur þó ekki ábyrgst að viðkomandi flugyfirvöld, flugfélög og eða annar aðili sem að þessu kemur muni bæta farþega það tjón sem orðið hefur.
Almennir skilmálar vegna farmiðakaupa, flugs og alferða
Upplýsingar og pöntun
Í verðskrá og öllum auglýsingum ferðaskrifstofunnar reynum við ávallt að tilgreina verð og allar upplýsingar sem snerta ferðina á greinargóðan og nákvæman hátt. Pöntun á ferð er bindandi samningur fyrir farþega og ferðaskrifstofuna, en þó því aðeins að ferðaskrifstofan hafi staðfest pöntunina skriflega tilbaka og farþegi hafi greitt tilskilið staðfestingargjald.
Ef farþegi hefur sett fram sérstakar kröfur um aukaþjónustu skal það koma fram í sérsamningi aðila. Sé um að ræða pantanir fyrir hópa skal framlagður nafnalisti teljast skuldbindandi af hálfu farþega, en þó skal ferðaskrifstofan leyfa einstakar breytingar á nöfnun þeirra sem ferðast hafi slíkar breytingar ekki nein áhrif á heildarfjölda farþega viðkomandi hóps.
Greiðslur
Áætlað verð ferðar, eins og það er á greiðsludegi, skal greitt samkvæmt auglýstum skilmálum ferðaskrifstofunnar og skulu ferðaskjöl sótt/afhent um leið og fullnaðargreiðsla ferðar hefur farið fram. Þó fá farþegar ávallt bráðabirgðakvittun við greiðslu staðfestingargjalds eða innáborguna þar sem fram koma allar helstu upplýsingar sem lúta að þeirri ferð sem farþegi er að kaupa.
Fullnaðargreiðslu skal vera lokið eigi síðar en 8 vikum fyrir brottför en í einstaka tilfellum áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til þess að krefjast fullnaðarfrágangs með lengri tíma í brottför ferðar.
Greiðslufrágangur
Staðfestingargjald er breytilegt milli ferða og er óafturkræft. Lokagreiðsla skal hafa borist ferðaskrifstofu eigi síðar en 8 vikum fyrir brottfarardag. Hafi fólk hug á að skipta greiðslum niður á kreditkort skal hafa samband við okkur um leið og staðfestingargjald er greitt.
Þegar fargjaldareglur flugfélaga eða annarra samstarfsaðila ganga lengra hvað greiðslur varðar en skilmálar ferðaskrifstofunnar gildir sú regla er gengur lengra.
Verð og verðbreytingar
- Uppgefið áætlað verð við staðfestingu pöntunar kann að taka breytingum ef breyting verður á einum eða fleiri eftirfarandi verðmyndunarþátta:
- Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði.
- Sköttum eða gjöldum fyrir tiltekna þjónustu s.s. lendingargjöldum eða gjöldum fyrir að fara um borð eða frá borði í höfnum eða á flugvöllum.
- Gengi þess gjaldmiðils sem á við um tiltekna ferð.
- Ekki má breyta umsömdu verði síðustu 20 dagana áður en ferð hefst.
Það sem er ekki talið upp í verði sem innifalið, en gæti verið nefnt í ferðalýsingu, er valfrjálst en skal greiðast sérstaklega af hverjum einstaklingi fyrir sig.
Börn
- Börn undir 18 ára aldri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum eða með leyfi foreldris/forráðamanns til að ferðast.
- Afsláttur fyrir börn er misjafn þar sem samstarfsaðilar okkar eru með mismunandi skilmála. Þetta kemur fram við pöntun hverrar ferðar.
- Vinsamlegast athugið að í sumum ferðum er aldurstakmark, sem tekið er fram við pöntun hverrar ferðar.
Afpöntun ferðar
Dagsferðir:
- Afbókanir sem berast meira en 48 tímum fyrir brottför eru endurgreiddar að fullu.
- Afbókanir sem berast innan 48 tíma fást ekki endurgreiddar.
Samsettar ferðir:
Samsett margra daga ferð sem innifelur rútu, flug, hótel og/eða skipulagða dagskrá fæst ekki endurgreidd þegar minna en 8 vikur eru í brottför.
Ef ferð er afpöntuð, þá greiðir kaupandi:
- 57 dögum fyrir brottför – ekkert gjald, nema það sé sérstaklega tekið fram í sérsamningi milli Tanna Travel og viðskiptavinarins.
- 29-56 dögum fyrir brottför – 40% af heildarupphæð
- 14-28 dögum fyrir brottför – 60% af heildarupphæð
- 0-13 dögum fyrir brottför – 100% af heildarupphæð.
Afturköllun eða breytingar á pöntun sem innifelur leiguflug:
- 2 vikum eða meira fyrir brottför - 90% af heildarupphæð.
- 0 - 13 dögum fyrir brottför: 100% af heildarupphæð.
Ef reglur samstarfsaðila okkar ganga lengra en að ofan greinir, gildir sú regla sem gengur lengra.
Ef þátttakandi mætir ekki til brottfarar á réttum tíma eða getur ekki hafið ferðina vegna skorts á gildum ferðaskilríkjum, svo sem vegabréfi, áritun þess, vottorðs vegna ónæmisaðgerða eða af öðrum ástæðum, á hann ekki rétt á endurgreiðslu ferðarinnar.
Endurgreitt er inná kreditkort sem greitt var með en inn á bankareikning farþega hafi greiðsla farið fram með peningum eða banka innleggi. Endurgreiðslugjald er 3.000 kr á mann óháð greiðsluaðferð.
Athugið: Pakkaferðum er ekki hægt að breyta, hvorki dagsetningu, herbergjategund, fjölda í herbergi né skipta um gististað.
Tryggingar
Við mælum eindregið með að fólk kaupi sér forfallatryggingu, komi upp veikindi hjá viðkomandi eða nánustu aðstandendum. Einnig mælum við með því að allir farþegar hafi samband við Tryggingarstofnun Ríkisins og útvegi sér evrópskt sjúkratryggingarkort (þrátt fyrir að vera með ferða- og slysatryggingu hjá tryggingarfélagi). Kortið er öllum að kostnaðarlausu.
Framsal bókunar
Farþegi getur framselt bókun sína til aðila sem fullnægir þátttökuskilyrðum. Skal farþegi sem og framsalshafi tilkynna ferðaskrifstofu skriflega strax um slíkt framsal. Framseljandi ferðar og framsalshafi eru þá sameiginlega og hvor í sínu lagi ábyrgir gagnvart ferðaskrifstofunni og því er varðar greiðslu á eftirstöðvum og öllum aukakostnaði er kann að leiða af slíku framsali.
Óheimilt er að framselja ferð eftir að farseðill hefur verið gefinn út eða í öðrum þeim tilvikum þar sem þeir aðilar sem selja þjónustu í ferðina hafa sett ákveðin skilyrði þannig að það sé ekki í valdi ferðaskrifstofunnar að breyta þeim. Ferðaskrifstofan tekur ekki ábyrgð á sölu ferða frá einum farþega til annars.
Skyldur þátttakenda
Farþegar eru skuldbundnir að hlíta fyrirmælum fararstjóra eða starfsfólks þeirra aðila er ferðaskrifstofa skiptir við. Farþegi er skuldbundinn að hlíta lögum og reglum opinberra aðila í þeim löndum sem hann ferðast um, taka tillit til samferðarmanna sinna og hlíta þeim reglum er gilda á flutningatækjum, áningarstöðum (t.d. flughöfnum), gisti- og matsölustöðum o.s.frv., enda ber hann ábyrgð á tjóni sem hann kann að valda með framkomu sinni. Farþegi sem mætir ekki á brottfararstað (s.s. flugstöð) á réttum tíma hefur fyrirgert rétti sínum til bóta ef hann af þeim sökum verður af pöntuðu fari.
Breytingar eða niðurfelling ferða af hálfu Tanna
Við áskiljum okkur þann rétt til að hætta við eða breyta ferðaskipulagi ef breytingu þarf að gera á gististöðum eða ef veður hamlar för. Ef lágmarksþátttöku er krafist í ferð og hún næst ekki þá áskiljum við okkur þann rétt til að sameina ferðir eða hætta við. Við munum upplýsa alla um þetta með fyrirvara og bjóða aðra vöru eða endurgreiðslu.
Við munum ekki greiða útlagðan kostnað farþega s.s. ferðatryggingar, gistingu, flug eða aðra slíka þjónustu, sé hún ekki innfalin í verði ferðarinnar.
Takmörkun ábyrgðar og skaðabætur
Þátttakendur eiga þess kost að kaupa, á sinn kostnað, ferða-, slysa/sjúkra- og farangurstryggingu hjá tryggingafélögum. Einnig forfallatryggingu/gjald þar sem slík vernd er ekki innifalin í verði ferðar.
Yfirleitt þarf að kaupa þessar tryggingar um leið og staðfestingargjald ferðar er greitt. Ath. sértu handhafi kreditkorts, fylgja einhverjar ferðatryggingar með, allt eftir gerð kortsins. Við bendum fólki á að kynna sér það vel hjá sínu tryggingarfélagi.
Mjög mikilvægt er að nafn farþega sé skráð nákvæmlega eins og í vegabréfi viðkomandi. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á neinum vandkvæðum sem upp geta komið í tengslum við það.
Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að takmarka greiddar skaðabætur í samræmi við þær takmarkanir sem kveðið er á um í landslögum eða alþjóðasamningum. Ferðaskrifstofan gerir ávallt ráð fyrir að farþegar séu heilir heilsu þannig að ekki sé hætta á að þeir valdi öðrum óþægindum eða tefji ferðina vegna sjúkdóms eða veikinda. Ef farþegi veikist í hópferð ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast sem og kostnaði við heimferðina. Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þó hann ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum, sem ferðaskrifstofunni verður ekki um kennt
Hugsanlegar kvartanir vegna ferðarinnar skulu berast til fararstjóra strax. Kvörtun skal síðan berast ferðaskrifstofunni skriflega eins fljótt og við verður komið og í síðasta lagi innan viku frá því viðkomandi ferð lauk, að öðrum kosti eru bótakröfur ekki teknar til greina og farþegi með aðgerðarleysi sínu samþykkt að fella niður allar slíkar kröfur á hendur ferðaskrifstofunni.
Verði farþegi fyrir meiðslum eða eignatjóni vegna þess að ferð er ófullnægjandi eða vegna aðgerða (-leysis) ferðaskrifstofunnar á hann rétt á skaðabótum, nema því aðeins að slíkt verði rakið til farþega sjálfs eða þriðja aðila sem ekki tengist ferðaskrifstofunni, svo og ef ófyrirsjáanlegar eða óviðráðanlegar aðstæður eða atburðar valda því sem ferðaskrifstofan gat með engu móti séð fyrir eða komið í veg fyrir.
Ef ferð fullnægir ekki ákvæðum samnings getur farþegi krafist þess að ráðin sé bót á, nema það hafi í för með sér óeðlilegan kostnað eða veruleg óþægindi fyrir ferðaskrifstofuna. Ef ekki er hægt að bæta úr því sem á vantar eða einungis með lakari þjónustu á farþegi rétt á verðlækkun á ferðinni sem jafngildir mismuninum á þeirri þjónustu sem veitt var og þeirri sem veitt er.
Að öðru leyti er vísað til gildandi reglugerða bæði innanlands sem erlendis hvað varðar réttindi farþega í alferðum.
Sérákvæði
Flugfélög hafa rétt til breytinga á flugáætlun og flugtímum vegna veðurfarslega orsaka, tafa vegna mikillar flugumferðar, afgreiðslutafar á flugvelli, vegna seinkunnar komu vélar úr öðru flugi eða vegna bilana. Flugfélög hafa og rétt til að skipta um flugvélakost reynist það nauðsynlegt. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á slíkum töfum flugfélaga eða breytingum frá fyrirfram staðfestri flugáætlun og ber enga skyldu til endurgreiðslu eða fjárhagslegra bóta til handa farþegum. Í þessu sambandi má sjá tilkynningu frá Samgöngustofu.
Samkvæmt almennum starfsreglum erlendis hafa hótel og íbúðahótel leyfi til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum á pöntunum. Það getur gerst að okkar hótel og íbúðahótel hafi ekki pláss fyrir alla þá sem bókaðir eru í viðkomandi stað þrátt fyrir fyrirliggjandi staðfestingu til ferðaskrifstofunnar. Viðkomandi hótel og íbúðahótel eru þá skyldug til að útvega farþegum okkar sem ekki fá inni, sambærilegt eða betra hótel. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á áðurnefndum yfirbókunum, en að sjálfsögðu aðstoðar starfsfólk ferðaskrifstofunnar farþega eftir föngum hverju sinni.
Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á skemmdum á töskum sem kunna að verða á meðan ferð farþega stendur, hvort sem slíkt hendir í leiguflugi, áætlunarflugi, áætlunarbifreiðum eða öðrum farartæjum sem notuð eru og útveguð af ferðaskrifstofunni. Að sama skapi ber ferðaskrifstofan ekki neina ábyrgð tapist farangur, hann afgreiddur í ranga flugvél, berst síðar eða skemmist í meðferðum.
Er farþegum bent að halda vel til haga öllum gögnum um sinn farangur s.s. töskumiðum og í framhaldinu hafa samband við starfsmenn flugvallayfirvalda til að útbúa tjónaskýrslu, óska eftir aðstoð og veita upplýsingar um verðmæti og eða skemmdir.
Flugfélagið mun svo sjá um greiðslu skaðabóta samkvæmt alþjóðlegum reglum og er greiðsla send beint til farþega. Sé um íslenskt flugfélag að ræða þarf sömuleiðis tjónaskýrslu frá flugvallaryfirvöldum farseðil og töskumiða, en þá snýr fólk sér beint til flugfélagsins.
Ferðaskrifstofan mun aðstoða farþega sína eins og kostur er hverju sinni, en getur þó ekki ábyrgst að viðkomandi flugyfirvöld, flugfélög og eða annar aðili sem að þessu kemur muni bæta farþega það tjón sem orðið hefur.