• Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hólmanes
      • POP UP
    • Næturferðir >
      • Nóttin er ung - 3 ferðir
      • Stórurð
      • Blágil
      • Snæfell
    • Lengri ferðir >
      • Barðsnes, kvennaferð
      • Utanlandsferð 2023
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • Störf í boði
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun
TANNI TRAVEL
  • Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hólmanes
      • POP UP
    • Næturferðir >
      • Nóttin er ung - 3 ferðir
      • Stórurð
      • Blágil
      • Snæfell
    • Lengri ferðir >
      • Barðsnes, kvennaferð
      • Utanlandsferð 2023
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • Störf í boði
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun


​Blogg um hitt og þetta

Nóttin er ung - ferðasaga

6/23/2021

0 Comments

 
Við fengum þá snilldarhugmynd fyrir nokkru að það væri sniðugt að ferðast á nóttunni og sofa á daginn.  Íslenska sumarnóttin er svo seiðandi að það er ekki annað hægt en að laðast að henni.  Við stukkum því á að koma þessari hugmynd í framkvæmd og fengum hinn frábæra fjalla- og gönguleiðsögumann Skúla Júlíusson með okkur. Hann heitir Skúli MJ á facebook og ég held að MJ hljóti að standa fyrir MountainJúl, því hann er óþrjótandi fjallagarpur og skrifaði m.a. bækurnar "101 Austurland - Tindar og toppar" og "101 Austurland - Gönguleiðir fyrir alla"
​
Við lögðum af stað frá Egilsstöðum, kl. 21:00 föstudagskvöldið 18. júní.  Ferðafélagarnir komu bæði fljúgandi og akandi inn á svæðið og eins var fólk af Austurlandi með í för.  Ekið var sem leið liggur upp á Vatnsskarð, þar sem gangan byrjaði.  Það er óhætt að segja það að tíðin hafi verið óvenjuleg en nýsnævi lá yfir öllu svæðinu.  Héldum af stað á Geldingafjallið kl. 22:18 og vorum á toppi þess kl. 23:30.

Laufléttur galsi var kominn í mannskapinn og það var augljóst að líkaminn var farinn að búast við því að komast í hvíld, en nehei, hér var enginn að fara að sofa.

Við þrömmuðum í snjónum niður í Stórurðina og fundum okkur fallega mosagróna eyju sem stóð upp úr snjónum, þar sem við nestuðumst.  Þá var klukkan orðin 02:37.  Þrátt fyrir að snjór lægi yfir mestallri urðinni þá hefur hún einhvern ótrúlegan töfraljóma og mann langaði bara að pakka sér inn, njóta þess að horfa upp í himininn og láta sig dreyma.

Við gengum Mjóadalinn til baka niður í Njarðvík og þegar við komum í Mjóadalsvarpið tók æpandi appelsínugul sólin á móti okkur. Vá-in féllu vinstri og hægri og það er eitthvað við það að vera úti um miðja nótt uppi á fjalli og horfa á sólina.  Það var svo sjónarspil að sjá hina heittelsku austfjarðarþoku læðast inn Víkina og uppeftir fjallshlíðunum.

​Við vorum komin í bílinn rétt um kl. 06:00 á laugardagsmorgninum.  Það var kærkomin hvíld að leggja höfuð á kodda í Blábjörgum á Borgarfirði um 07:00 og nú var kostur að geta sofið hratt!
hiking map
selfie
fun skiing ski touring
hiking
Hiking
Summer soltice
Look at the puffins from close range
puffins puffin iceland
Næsti dagur, sem var sami dagur, já maður verður hratt ringlaður, þá kíktum við á fallega lundann í Hafnarhólmanum og fórum í Blábjörg spa, maður minn hvað það var dásamlegt.  Það var dekrað við okkur á alla kanta, okkur færðir drykkir í pottinn og við nutum þess að slaka á fyrir næstu nótt.

Þegar við höfðum borðað snemmbúinn kvöldverð keyrðum við til Eskifjarðar þar sem tékkað var inn á Hótel Eskifjörð og tekin smá orkukría (e. power nap)

Við héldum út hinn forna Helgustaðahrepp kl. 21:00 laugardagskvöldið 19. júní, að upphafsstað göngu okkar í Valahjalla, Karlsskála. Upphaflega var áætlað að ganga til Vaðlavíkur um Krossanes og heimsækja Valahjalla í leiðinni, en við fengum það skemmtilega verkefni í þessari næturgönguseríu að þurfa að nota plön B og huga að plönum C.  Það var nefnilega ófært í Vaðlavík og því ekki hægt að sækja hópinn þangað. Við gengum því fram og til baka sömu leið.  Veðurspáin var búin að sýna okkur að þær væru töluverðar líkur á að við fengjum sudda á göngunni en allir lögðust á eitt við að breyta spánni og veðrið lék við okkur.
 
Gangan í Valahjalla er ekki líkamlega erfið en um tiltölulegar brattar skriður er að fara og gott að vera í fókus þegar gengið eru um þær.  Sem betur fer var enginn það syfjaður að það væri vandræði 😊
 
Þegar upp á Valahjallann var komið skoðuðum við leifar af braki úr þýskri herflugvél sem fórst í Sauðatindi í 22. maí 1941 og stórbrotin ummerki eftir berghlaup úr Sauðatindi árið 2014. Það var magnað að sjá og leiðsögumaðurinn okkar Skúli, sagði okkur frá því að hann, við annan mann, hefði verið á svæðinu þegar þetta var að gerast, enn voru að rúlla niður risastórir grjóthnullungar þegar þeir áttu leið um og sáu þér sér ekki annan kost en að leita vars og snúa svo við.
 
Þarna nestuðumst við og einhverjir lokuðu augunum í smástund. En það var nú ekki lengi. Birtan var dásamleg, sólin var tekin að skína á fjallatoppa Suðurfjallanna og bleikur „blámi“ lýsti upp Valahjallann.  Þá var klukkan 02:47.
 
Á leið niður af hjallanum stoppuðum við, við tjörn, sem við vitum ekki hvort hefur nafn og það var eins og að koma í ævintýraheim.  Þarna áttum við töfrastund.
 
Við komum til baka í bílinn við Karlsskála rétt um kl. 06:00 á sunnudagsmorgni.  Þá voru allir tilbúnir til að fara í háttinn og einhverjir dormuðu í bílnum á leið til Eskifjarðar.
 
Sunnudagurinn var nýttur í að safna kröftum fyrir Snæfell, nú þurfti heldur betur að safna aukaorku og nota til þess öll trixin í bókinni.  Sundlaug Eskifjarðar kom þar sterkt inn, við endurnærðum okkur þar í pottum, sauna og kalda karinu og hápunkturinn voru rennibrautirnar 😊
Hiking preparation
Hiking
German plane crashed
hiking mindfulness
secret place
secret place
clear water
mystic
Áður en við héldum frá Eskifirði fengum við okkur snemmbúinn kvöldverð í Randulffssjóhúsi, en það er veitingastaður rekinn í gömlu sjóhúsi byggðu af Peter Randulf árið 1890. Þaðan stunduðu norskir sjómenn síldveiðar allt til 1930 og verbúðin þeirra lítur út eins og þeir hafi bara skroppið í kaffi en aldrei komið aftur. Geggjaður kvöldverður, eftirmatur og allur pakkinn.  Vel fyllt á orkubúskapinn.
 
Við lögðum af stað að Snæfelli, kl. 20:00 frá Egilsstöðum, sunnudaginn 20. júní.  Einhverjir bættust í hópinn sem ekki voru í fyrri göngum og nú bættist Linda Pehrsson við, sem fararstjóri með Skúla. Komið var við í Laugarfelli fyrir síðasta pissustopp áður en við héldum af stað á konung fjallanna, Snæfellið sjálft.  Við vorum nú orðin dálítið spennt fyrir nóttinni, hvort svefngalsi myndi hafa mikil áhrif á mannskapinn. Það átti eftir að koma í ljós.
 
Vegna snjóalaga gátum við ekki keyrt inn í Snæfellskála eins og við ætluðum okkur, þess vegna keyrðum við inn Eyjabakka og lögðum upp við Hafursárufs.  Það var smá aukaspölur eða um 10 km. fram og til baka, en það var enginn að pæla í því, slík var spennan að toppa Snæfell, spáin var glimrandi fín, skínandi bjart og vonir um að sjá yfir allan heiminn þarna uppi.

Gengið var yfir sléttuna með Hafursánni að fjallsrótum og glens og gaman á leiðinni.  Það var augljóst að hópurinn var vel samstilltur og tilbúinn í slaginn.
 
Í 1100 m.y.s. kl. 01:38 var sólarupprás og þvílíka stundin, tíminn stöðvast og það eru bara þú og sólin sem skipta máli. Þegar allir voru búnir að fá sína stund héldum við áfram og í 1400 m.y.s tókum við snemmbúinn morgunverð með eldrauða sólina á móti okkur. Örlítil þreyta komin í einhverja í hópnum en hún var fljót að hverfa við kaffisopa og kökusneið.
 
Við toppuðum Snæfellið kl. 05:20, flestallir í hópnum að gera það í fyrsta sinn.  Þetta uppfyllti allar væntingar, þvílíka útsýnið.  Kannski ekki yfir hálfan heiminn, en svona allt að því.
Kverkfjöll, Kistufell, Askja, Herðubreið, Dyrfjöll, Lónið, Eyjabakkajökull, Brúarjökull og ég veit ekki hvað.
 
Það er svo magnað að vera í svona hópi þar sem allir eru glaðir og spenntir, það gerist eitthvað ólýsanlegt innra með manni, tíminn stendur í stað og allir klukkutímarnir sem fóru í það að ganga verða að dögum og vikum af ánægju og gleði.
 
Niðurgangan var töluvert styttri en uppgangan, við áðum á sama stað og á uppleið, morgunkaffið tekið fyrir síðasta spölinn.  Vel flestir urðu börn og renndu sér niður á rassinum, eina 400 m., skítt með buxurnar, það mátti hugsa um þær síðar.  Þegar niður fjallið var komið var steikjandi sól og fínheit og nú var farið á stuttermabolinn.  Þá var kl. 07:30.  Við gengum svo yfir sléttuna að bílnum og ég myndi ljúga ef ég segði að þeir 5 km. hafi ekki verið neitt langir, þeir tóku aðeins í!  En gleðin skein af hverju andliti og morgunverður og heitar náttúrulaugar á hálendishótelinu Laugarfelli biðu okkar.  Þvílíku næturnar sem við vorum búin að upplifa, maður trúði því varla að þetta væri að verða búið.

Við vorum komin í Egilsstaði kl 12:30 mánudaginn 21. júní,  útitekin, þreytt, alsæl, með boxið fullt af nýjum minningum og hjartað af vináttu.  Nú mátti sofa.

Takk fyrir samveruna, þetta verður sko endurtekið að ári!
hiking iceland
Snæfell hiking Iceland
hiking snæfell iceland
summer solstice iceland
summer solstice iceland
breakfast summer solstice iceland
iceland highlands
iceland highlands
iceland highlands
iceland highlands
iceland highlands
iceland highlands
iceland ski touring
nature baths iceland
Ummmæli:
"Kærar þakkir fyrir okkur!  - Frábær ferð og skemmtileg, mikil náttúruupplifun, skemmtilegur félagsskapur og einstök leiðsögn - engin ástæða til að hanga sofandi innanhúss þegar maður getur verið „úti alla nóttina uns dagur rennur á ný“ eins og segir í kvæðinu."
Sigurbergur og Guðrún, Reykjavík
​
"Þvílíkar perlur,þvílíkir töfrar. Náttúran,samveran, frelsið.
“Úti alla nóttina, engum háður ég er…”
Takk fyrir mig!"

Kata, Akureyri.

"Við gripum tækifærið og tókum þátt í stórskemmtilegum næturgöngum með Tanna Travel. Það var einstök upplifun að njóta náttúrunnar að næturlagi, upplifa kyrrðina og fá miðnætursólina í fangið. Frábær fararstjórn og stórskemmtilegir göngufélagar. Vonandi verður þetta endurtekið að ári!
Kærar þakkir fyrir okkur."

Sóley, Berglind og Fjóla
Picture
Picture
Höfundur,
Díana Mjöll Sveinsdóttir,
er framkvæmdastjóri
​Tanna Travel
á Austurlandi.
0 Comments



Leave a Reply.

Verið er að vinna í heimasíðu Tanna Travel um þessar mundir, ef þú rekst á eitthvað ósamræmi
eða finnur ekki einhverjar upplýsingar, hafðu þá samband við okkur!
Picture

Tanni ferðaþjónusta ehf 
​
| Strandgata 14 |735 Eskifjörður | ICELAND |
www.tannitravel.is | tannitravel@tannitravel.is 
| tel. +354-476-1399 | kt. 680593-2489
                                Tanni Travel hefur fullgild leyfi ferðamálastofu sem ferðaskrifstofa.

Picture

Picture
  • Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hólmanes
      • POP UP
    • Næturferðir >
      • Nóttin er ung - 3 ferðir
      • Stórurð
      • Blágil
      • Snæfell
    • Lengri ferðir >
      • Barðsnes, kvennaferð
      • Utanlandsferð 2023
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • Störf í boði
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun