Halló! Ef þú finnur ekki hentuga dagsetningu í dagatalinu hér fyrir neðan, geturðu skoðað sömu ferð sem er einnig með brottför frá Seyðisfirði hér. Þar er líka hægt að velja brottför frá Húsi handanna, Egilsstöðum og Vök Baths. Bókunarkerfið okkar bíður því miður ekki upp á að birta alla dagana saman - afsakið óþægindin!
FERÐALÝSING
Fyrsti áningarstaður okkar er Ysti-Rjúkandi, fallegur foss á Jökuldal sem er rétt við þjóðveginn. Þar röltum upp að fossinum sem er auðveld og stutt ganga. Að því loknu getum við ekki beðið lengur og drífum okkur upp í Stuðlagil.
Lengst upp á Jökuldal finnum við gilið fræga sem á engann sinn líka. Gilið er margrómað fyrir sína gríðarlegu stuðla og blágrænt vatnið sem liðast niður dalinn. Við förum austan megin við ána og löbbum í um hálftíma þar til við komum að gilinu. Heildartími á svæðinu er í kringum 2-3 tímar sem gefur okkur nægan tíma til þess að njóta augnabliksins, taka myndir og gæða okkur á nesti. Mestan part sumarsins er vatnið í ánni blágrænt en í ágúst, fer eftir tíðarfari, þá blandast jökulvatn við ána og liturinn verður grábrúnn. Eftir langan dag á ferðalagi endum við daginn í Vök Baths sem er einstakur baðstaður við Urriðavatn rétt fyrir utan Egilsstaði. Þar látum við þreytuna líða úr okkur í heitu vatninu, buslum í fyrstu og einu fljótandi laugum landsins, skellum okkur í gufubað og fáum okkur drykk á laugarbarnum. Þá er einnig hægt að njóta veitinga á Vök Bistro, með útsýni yfir vatnið og slakandi andrúmsloft. Staðir: Ysti-Rúkandi - Stuðlagil - Vök Baths Tími: 6-7 klst. Erfiðleikastig: Létt Brottfararstaðir: 08:45 - Hús handanna, Miðvangur, 700 Egilsstaðir - sjá kort 08:50 - Egilsstaðaflugvöllur - sjá kort 08:55 - Vök Baths - sjá kort ÁBENDING! Ef þið eruð á eigin bíl er sniðugt að velja Vök Baths sem brottfararstað, þannig getið þið verið eins lengi og þið viljið í Vök eftir að ferðinni er lokið. Innifalið: Leiðsögn á ensku og íslensku Aðgangur að Vök Baths Taka með:
Annað:
Gott að vita: Stuðlagil er mjög fallegt en líka hættulegt ef maður gleymir sér. Fylgið leiðsögumanninum í einu og öllu sem sagt er. |
|