Ábyrg ferðaþjónustaTanni Travel skrifaði undir yfirlýsingu Festu og Íslenska ferðaklasans 10. janúar 2017, þar sem undirritaðir ætla að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu með því að:
– Ganga vel um og virða náttúruna. – Tryggja öryggi gesta sinna og koma fram við þá af háttvísi. – Virða réttindi starfsfólks. – Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Í ferðaþjónustunni eru margar áskoranir sem snúa að samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þar má telja aukinn ágang á náttúruna, að réttindi starfsfólks séu virt, að nærsamfélögin sem ferðamenn heimsækja fái sanngjarnan skerf af ávinningnum og ekki síst að öryggi ferðamanna sé tryggt og þeim veitt góð þjónusta. Ferðaþjónustan á Íslandi er mikilvæg atvinnugrein sem getur stuðlað að langtíma velferð og góðum orðstír þjóðarinnar. Við munum setja okkur markmið um ofangreinda þætti, mæla og birta reglulega upplýsingar um árangur fyrirtækisins. Stefnur Tanna Travel
UmhverfisstefnaMeginmarkmið umhverfisstefnu Tanna Travel er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og sinna eftirtöldum þáttum:
Tanni Travel stefnir að því að hafa jafnan á að skipa hæfum og áhugasömum starfsmönnum svo tryggja megi nauðsynlegt frumkvæði í störfum og framúrskrarandi þjónustu.
Tanni Travel er leiðandi fyrirtæki í ferðaþjónustu á Austurlandi og lítur á það sem skyldu sína að haga vinnubrögðum sínum á þann hátt að fyllsta öryggis sé alltaf gætt.
Meginmarkmið heilsustefnu Tanna Travel er að stuðla að aukinni andlegri og líkamlegri
vellíðan starfsfólks og þannig auknum lífsgæðum. Undirmarkmið heilsustefnu eru eftirfarandi:
Stefna Tanna Travel er að tryggja öllum viðskiptavinum og starfsmönnum öruggt og heilsusamlegt umhverfi eins og frekast er unnt.
Skilgreiningar
|