Uppfært 16.02.23 /DMS
Ganga vel um og virða náttúruna
Þetta höfum við gert nú þegar:
Þessu erum við að vinna að:
- Allt sorp er flokkað eins og best verður á kosið
- Við kaupum umhverfismerkta eða lífrænt vottaða vöru þar sem það er mögulegt
- Við mælum og skráum orkunotkun
- Við hugum að sjálfbærni í allri okkar starfsemi til að ganga ekki á auðlindir náttúrunnar og samfélagsins og til að skerða þær ekki fyrir komandi kynslóðir
- Við fræðum viðskiptavini okkar um mikilvægi þess að ganga vel um og virða náttúruna
- Við fylgjum stefnunni "Ferðumst án ummerkja"
Þessu erum við að vinna að:
- Halda grænt bókhald
- Gera áætlun til að draga úr myndun úrgangs
- Kolefnisjafna þjónustu okkar hjá Yggdrasill Carbon
- Miðla á skipulegan hátt ábyrgð okkar allra um að ganga vel um og virða náttúruna.
- Vottun í umhverfismálum
- Tengja betrumbætur okkar við heimsmarkmiðin
Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi
Þetta höfum við gert nú þegar:
Þessu erum við að vinna að:
- Allar ferðir eru áhættumetnar og áhætta lágmörkuð með aðgerðum
- Við höldum skyndihjálparnámskeið fyrir starfsfólk okkar á tveggja ára fresti
- Við vinnum eftir ákveðnum verklagsreglum og viðbragðsáætlunum
- Við leggjum okkur fram við að auka gæði, með aukinni þekkingu starfsmanna sem sjá um akstur og leiðsögn á svæðinu
- Við öryggismetum þær ferðir sem farið er í, veður, aðstæður á vegi og annað sem getur komið í veg fyrir að upplifun ferðamannsins sé sem allra best
- Við hættum við ferðir, metum við aðstæður ekki nægilega öruggar
- Við leggjum áherslu á að allir starfsmenn komi fram við gestina sem sína eigin
- Við höfum siðareglur Vakans að leiðarljósi í okkar starfi
Þessu erum við að vinna að:
- Sækja menntun í náttúrulæsi og hópastjórnun.
- Tengja betrumbætur okkar við heimsmarkmiðin
Virða réttindi starfsfólks
Þetta höfum við gert nú þegar:
Þessu erum við að vinna að:
- Við leggjum okkur fram við það að þekkja réttindi starfsfólks og sækjum okkur þekkingu til stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins
- Við greiðum laun skv. kjarasamningum
- Leitumst við að vera sífellt til fyrirmyndar hvað varðar framkomu við starfsfólk og réttindi þeirra
- Kaupa "fairtrade" vörur ef kostur er og stuðla þannig að því að réttindi séu virt hvar sem er í heiminum
Þessu erum við að vinna að:
- Við sækjum okkur þekkingu á ábyrgum stjórnunarháttum og setjum okkur markmið um ábyrga mannauðsstjórnun
- Tengja betrumbætur okkar við heimsmarkmiðin
Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið
Þetta höfum við gert nú þegar:
Þessu erum við að vinna að:
- Styðja við viðburði á svæðinu
- Styðja við verslun og þjónustu í heimabyggð
- Styðja við heilbrigt líferni með því að hvetja starfsmenn til útivistar og heilbrigðs lífernis
- Starfsmenn eru hvattir til að taka þátt í samfélaginu með setu í stjórnum eða þátttöku í félagsstarfi
- Tanni hefur átt frumkvæði að viðburðum eins og Götuþríþraut og annarskonar menningarviðburðum
- Við höfum frá upphafi lagt áherslu á að kynna Austurland og bjóðum gestum heim undir slagorðinu "Come as a stranger, leave as a friend"
Þessu erum við að vinna að:
- Stöðugt að vera vakandi fyrir tækifærum til jákvæðra áhrifa á nærsamfélagið með því að hugsa út fyrir boxið og taka þátt í spennandi verkefnum.
- Tengja betrumbætur okkar við heimsmarkmiðin