Sveinn Sigurbjarnarsonstofnandi Tanna ferðaþjónustu ehf, lést á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 30. mars 2021 eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi.
Hann fæddist 21. júlí 1945 á Hafursá í Vallahreppi og var 75 ára þegar hann lést. MinningSveinn ólst upp á Hafursá á Völlum. Hann byrjaði í skóla 10 ára gamall á Eyjólfsstöðum í sömu sveit. Þegar hann var 12 ára gamall fór hann hálfan vetur í Mjóafjörð í skóla og dvaldi hjá Grétu frænku sinni og Vilhjálmi á Brekku. Þar eignaðist hann, að eigin sögn, aðra foreldra og fleiri systkini. Haustið 1960 fór hann í Eiða og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið 1963. Árið 1965 tók hann svo meirapróf. Eftir fermingu vann hann 3 sumur í Skógrækt ríkisins á Hallormsstað. Sumarið 1962 vann hann í síld á Seyðisfirði, sumarið eftir fór hann í síld á Eskifjörð. Þar kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni. Hann sagði yfirleitt þá sögu að hann hefði skroppið í síld á Eskifjörð og væri enn í síld. Sveinn vann hin ýmsu verkamannastörf á Eskifirði.
|
|
Sveinn og Margrét eignuðust saman fjögur börn:
Veturinn 1969 stofnaði Sveinn, með félaga sínum, bifreiðaverkstæði Benna og Svenna, sem starfrækt var til 1993, þegar hann stofnaði Tanna ferðaþjónustu.
Sveinn var vinnusamur og ósérhlífinn og byrjaði með rekstur á snjóbíl og fólksflutningabíl árið 1970. Hann var frumkvöðull í vetrarsamgöngum á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Árið 1974 var snjóbíllinn Tanni keyptur til að flytja fólk yfir Oddsskarð og er nafn fyrirtækisins dregið af hans nafni. Á snjóbílnum Tanna voru farnar nokkrar ferðir á Vatnajökul og aðra jökla, m.a. með Jöklarannsóknarfélagi Íslands. Smá saman stækkaði flotinn, fleiri bílar bættust við og ferðirnar urðu fjölbreyttari.
Sveinn starfaði með björgunarsveitinni Brimrúnu um árabil og var um tíma formaður hennar. Hann var frumkvöðull í austfirskri ferðaþjónustu, tók til að mynda þátt í stofnun Ferðamiðstöðvar Austurlands og ýmissa hagsmunasamtaka. Hann fékk viðurkenningu Markaðsstofu Austurlands, Klettinn, annar manna árið 2006, en hún er veitt þeim aðilum sem um árabil hafa staðið í framlínu ferðaþjónustu á Austurlandi og með ósérhlífni og eljusemi unnið að framgangi og vexti atvinnugreinarinnar. Í seinni tíð var hann virkur í Félagi eldri borgara á Eskifirði. Ævisaga hans kom út árið 2010 og nefnist hún „Það reddast“.
Árið 1984 hóf Sveinn að fara til útlanda. Fyrst voru það Færeyjar sem voru heimsóttar á hverju ári allt fram til 2020, en með árunum urðu löndin fleiri og hefur hann ekið með hópa víða um Evrópu.
Sveinn lét af störfum sem framkvæmdarstjóri Tanna ferðaþjónustu á 20 ára starfsafmæli fyrirtækisins árið 2013 og Díana Mjöll, dóttir hans, tók við því starfi. Hann hélt þó áfram að vera stjórnarformaður fyrirtækisins og bílstjóri.
Ástríða Sveins var fólk og ferðalög og hann var svo lukkulegur að geta starfað við þá ástríðu alla sína tíð.
Sveinn skilur eftir sig gott og stöndugt fyrirtæki með frábæru starfsfólki sem mun halda áfram að byggja upp og heiðra minningu hans.
Við þökkum Sveini fyrir sitt óeigingjarna framlag til ferðaþjónustu á Austurlandi og Íslandi öllu.
- Halldóra Ósk, fædd 1965, maki Einar Örn Jónsson, fæddur 1966, börn þeirra eru Sveinn Pálmar fæddur 1986,
Jón Kristinn fæddur 1992 og Margrét Ósk fædd 1996. - Stúlka fædd og dáin 16.12.1970
- Drengur fæddur og dáinn 19.11.1971
- Díana Mjöll, fædd 1974, maki Sigurbjörn Jónsson, fæddur 1974, börn þeirra eru Snædís fædd og dáin 23.04.1998,
Jökull Logi fæddur 1999, Svanhildur Sól fædd 2002 og Sveinn fæddur 2005.
Veturinn 1969 stofnaði Sveinn, með félaga sínum, bifreiðaverkstæði Benna og Svenna, sem starfrækt var til 1993, þegar hann stofnaði Tanna ferðaþjónustu.
Sveinn var vinnusamur og ósérhlífinn og byrjaði með rekstur á snjóbíl og fólksflutningabíl árið 1970. Hann var frumkvöðull í vetrarsamgöngum á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Árið 1974 var snjóbíllinn Tanni keyptur til að flytja fólk yfir Oddsskarð og er nafn fyrirtækisins dregið af hans nafni. Á snjóbílnum Tanna voru farnar nokkrar ferðir á Vatnajökul og aðra jökla, m.a. með Jöklarannsóknarfélagi Íslands. Smá saman stækkaði flotinn, fleiri bílar bættust við og ferðirnar urðu fjölbreyttari.
Sveinn starfaði með björgunarsveitinni Brimrúnu um árabil og var um tíma formaður hennar. Hann var frumkvöðull í austfirskri ferðaþjónustu, tók til að mynda þátt í stofnun Ferðamiðstöðvar Austurlands og ýmissa hagsmunasamtaka. Hann fékk viðurkenningu Markaðsstofu Austurlands, Klettinn, annar manna árið 2006, en hún er veitt þeim aðilum sem um árabil hafa staðið í framlínu ferðaþjónustu á Austurlandi og með ósérhlífni og eljusemi unnið að framgangi og vexti atvinnugreinarinnar. Í seinni tíð var hann virkur í Félagi eldri borgara á Eskifirði. Ævisaga hans kom út árið 2010 og nefnist hún „Það reddast“.
Árið 1984 hóf Sveinn að fara til útlanda. Fyrst voru það Færeyjar sem voru heimsóttar á hverju ári allt fram til 2020, en með árunum urðu löndin fleiri og hefur hann ekið með hópa víða um Evrópu.
Sveinn lét af störfum sem framkvæmdarstjóri Tanna ferðaþjónustu á 20 ára starfsafmæli fyrirtækisins árið 2013 og Díana Mjöll, dóttir hans, tók við því starfi. Hann hélt þó áfram að vera stjórnarformaður fyrirtækisins og bílstjóri.
Ástríða Sveins var fólk og ferðalög og hann var svo lukkulegur að geta starfað við þá ástríðu alla sína tíð.
Sveinn skilur eftir sig gott og stöndugt fyrirtæki með frábæru starfsfólki sem mun halda áfram að byggja upp og heiðra minningu hans.
Við þökkum Sveini fyrir sitt óeigingjarna framlag til ferðaþjónustu á Austurlandi og Íslandi öllu.