FerðinVið leggjum af stað frá Hótel Eskifirði kl. 10:00. Höldum út sveitina og heimsækjum einn merkasta stað Íslands, í alþjóðlegu samhengi, og einn merkasta fundarstað steinda á jörðinni, Helgustaðanámu.
Þar fannst silfurberg sem breytti heiminum í margskonar vísinda- og tækniþróun á tímabilinu 1780-1872. Ekið er yfir Víkurheiði sem liggur í um 400 m.y.s. og til Vöðlavíkur. Föst búseta var í víkinni til 1968 en á seinni árum hefur hún orðið afdrep fyrir þá sem eru að leitast eftir kyrrð og ró. Víkin er fáfarin og rómuð fyrir náttúrufegurð. Vegur var lagður til Vöðlavíkur 1940 og þjónar hann ennþá hlutverki sínu sem helsta samgönguleið til hennar. Þegar keyrt er niður í Vöðlavík rennur lítil á við hlið vegarins og myndar fallega fossa. Við keyrum út á svartan sandinn og njótum orkunnar frá hafinu. Þegar við höfum fengið okkur kaffisopa þá höldum við til baka til Eskifjarðar. Staðir: Vöðlavík
Tími: 5klst Erfiðleikastig: Létt Taka með:
Innifalið:
Annað:
Gott að vita:
Frábært að bæta göngu í Hólmanesið við seinnipart dags og enda svo í sundlauginni á Eskifirði og í kvöldmat á Randulfssjóhúsi. |
|