Handan Eskifjarðar er víkin Vöðlavík. Föst búseta var í víkinni til 1968 en á seinni árum hefur hún orðið afdrep fyrir þá sem eru að leitast eftir kyrrð og ró. Víkin er fáfarin og rómuð fyrir náttúrufegurð.
Vegur var lagður til Vöðlavíkur 1940 og þjónar hann ennþá hlutverki sínu sem helsta samgönguleið til hennar. Þegar keyrt er niður í Vöðlavík rennur lítil á við hlið vegarins og myndar fossa. Þegar niður í víkina er að finna skála Ferðafélags fjarðamanna. Niður við sjó er svo strönd með svörtum sandi og fjöll hvoru megin við sig.
Í boði
20. júní - 15. september
Vegur var lagður til Vöðlavíkur 1940 og þjónar hann ennþá hlutverki sínu sem helsta samgönguleið til hennar. Þegar keyrt er niður í Vöðlavík rennur lítil á við hlið vegarins og myndar fossa. Þegar niður í víkina er að finna skála Ferðafélags fjarðamanna. Niður við sjó er svo strönd með svörtum sandi og fjöll hvoru megin við sig.
Í boði
20. júní - 15. september