Að hverfa frá amstri hversdagsins, stinga sér út í dásamlega náttúruna, gleyma stund og stað, finna lyktina af mosanum og næra sína innri villikonu er það sem við viljum upplifa í þessari ferð.
Barðsnes er eitt elsta svæði Íslands og það engu líkt að finna orkuna sem svæðið gefur. Í ferðinni leggjum við áherslu á að njóta fremur en að þjóta enda náttúrufegurð svæðisins engu lík, áherslan á nærandi útivist, lífsgleði og samveru.
Dagur 1 - sunnudagurinn 25. júní 2023 MætingviðHótelEskifjörð kl.10:00, fariðmeðrútutilViðfjarðar. Gengið út að Barðsnesbænum þar sem við gistum í tvær nætur. Þegarkonurhafakomiðsérfyrir, er það sem eftir er dags nýtt í að njóta nærsvæðisins. Hægt að skella sér í sjóinn er veður leyfir, náttúrustund, villikonunni hleypt út. Slökun í fjörunni.
Hér sér hver kona um sinn kvöldverð.
Þægilegur dagurmeðmikillináttúruupplifun en gengið með allt á bakinu nema tjald.
Fyrir ferðina verður boðið upp á hitting á netinu þar sem farið verður yfir hvernig best er að pakka í bakpokann, hvað verður hægt að skilja eftir í Viðfirði, sem ekki þarf að ganga með út á Barðsnes, hvað er mikilvægt að hafa með og hvað má kannski bara skilja eftir heima. Hækkun: Óveruleg Fjöldi km: 8 Erfiðleikastig ferðar: 2/5
Dagur 2 - mánudagurinn 26. júní 2023 Við byrjum daginn á góðum yoga teygjum og setjum okkur í réttan gang fyrir daginn. Gengið út að Rauðubjörgum og alla leið út að Gullþúfu á Barðsneshorni. Þetta er eitt dásamlegasta svæði á landinu og ólýsanlegt að sitja og horfa yfir hafið af Gullþúfu.
Í dag er nóg að ganga bara með það á bakinu sem þarf til dagsins. Þegar komið er til baka, fyrir kvöldverð, þá endum við á góðum yoga teygjum. Í kvöld sér hver kona um sinn kvöldverð.
Dagur 3 - þriðjudagurinn 27. júní 2023 Í dag byrjum við aftur á góðum yoga teygjum og dásemdar kakó athöfn. Við göngum svo frá Barðsnesbænum, til baka inn Viðfjörðinn.
Áherslalögð á nærandiútivistogsamveru, aðfagna lífinu og vera til. Við finnum okkur góðan stað þar sem við tökum góða og endurnærandi yoga stund. Leggjum áherslu á núvitund, þakklæti og notalegheit.
Í dag göngum við aftur með allt á bakinu.
Í kvöld verðum við með sameiginlega máltíð í Viðfjarðarbænum, þar sem við gistum, með aðgangi að dásamlegum svörtum sandi, hægt að skella sér í sjósund og gufubað á eftir.
Dagur 4 - miðvikudagurinn 28. júní 2023 GengiðfráViðfjarðarbænum, yfirtilVöðlavíkur. Göngum eftir veginum um Trollabotna og niður Dysjardal meðfram Dysjardalsá og hennar frábæru fossaröð. Á göngunni blöndum við inn því sem við höfum kynnst síðustu daga, að njóta og vera og sameinast náttúrunni.
Við endum við skála Ferðafélags Fjarðamanna við Karlsstaði í Vöðlavík, teygjum okkur og togum eftir dásemdardaga á einu af fallegasta útivistarsvæði á Íslandi.
Rúta sækir hópinn í Vöðlavík og flytur aftur til Eskifjarðar.
Í dag er nóg að ganga bara með það sem þarf til dagsins, rútan sækir annað dót í Viðfjörð áður en hópurinn er sóttur til Vöðlavíkur.
Hækkun: 400 m. Fjöldi km: 10 Erfiðleikastig ferðar: 3/5
Hvaðþarfaðhafameð
Bakpoki
Svefnpoki
Góðir gönguskór, ekki vera að ganga í þeim í fyrsta skipti
Góða skapið og kannski eitthvað fleira sem þér þykir ómissandi!
Innifalið
Akstur til og frá Eskifirði
Trúss frá Viðfirði
Ein kvöldmáltíð
Fararstjórn
Gisting í þrjár nætur í svefnpokaplássi
Náttúrutöfrar og kakóstund
Yoga
Fararstjórar Hildur Bergsdóttir, fjallaleiðsögumaður, náttúruþerapisti og yogakennari. Linda E. Pehrsson, fjallaleiðsögumaður, náttúrumarkþjálfi og yogakennari.
Þær hafa frá blautu barnsbeini unað sér best úti í náttúrunni og segja má að sameiginleg ástríða þeirra fyrir útiveru, mannrækt og lífsgleði sé grunnurinn að þessari ferð.