• Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hólmanes
      • POP UP
    • Næturferðir >
      • Nóttin er ung - 3 ferðir
      • Stórurð
      • Blágil
      • Snæfell
    • Lengri ferðir >
      • Barðsnes, kvennaferð
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • Störf í boði
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun
TANNI TRAVEL
  • Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hólmanes
      • POP UP
    • Næturferðir >
      • Nóttin er ung - 3 ferðir
      • Stórurð
      • Blágil
      • Snæfell
    • Lengri ferðir >
      • Barðsnes, kvennaferð
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • Störf í boði
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun

Í faðmi náttúrunnar
Villikonuferð
fyrir byrjendur
dags. 2024 óstaðfest

Fararstjórar

PictureLinda t.v. Hildur t.h.
Hildur Bergsdóttir, fjallaleiðsögumaður, náttúruþerapisti og yogakennari.

Linda E. Pehrsson, fjallaleiðsögumaður, náttúrumarkþjálfi og yogakennari.


Þær hafa frá blautu barnsbeini unað sér best úti í náttúrunni og segja má að sameiginleg ástríða þeirra fyrir útiveru, mannrækt og lífsgleði sé grunnurinn að þessari ferð.



Ferðin

Að hverfa frá amstri hversdagsins, stinga sér út í dásamlega náttúruna, gleyma stund og stað, finna lyktina af mosanum og næra sína innri villikonu er það sem við viljum upplifa í þessari ferð.

Barðsnes er eitt elsta svæði Íslands og það engu líkt að finna orkuna sem svæðið gefur. Í ferðinni leggjum við áherslu á að njóta fremur en að þjóta enda náttúrufegurð svæðisins engu lík, áherslan á nærandi útivist, lífsgleði og samveru.

​Dagur 1
Mæting við Hótel Eskifjörð kl.10:00, farið með rútu til Viðfjarðar.
Gengið út að Barðsnesbænum þar sem við gistum í tvær nætur.
​
Þegar konur hafa komið sér fyrir, er það sem eftir er dags nýtt í að njóta nærsvæðisins. Hægt að skella sér í sjóinn er veður leyfir, náttúrustund, villikonunni hleypt út. Slökun í fjörunni.

Hér sér hver kona um sinn kvöldverð.


Þægilegur dagur með mikilli náttúruupplifun en gengið með allt á bakinu nema tjald.

Fyrir ferðina verður boðið upp á hitting á netinu þar sem farið verður yfir hvernig best er að pakka í bakpokann, hvað verður hægt að skilja eftir í Viðfirði, sem ekki þarf að ganga með út á Barðsnes, hvað er mikilvægt að hafa með og hvað má kannski bara skilja eftir heima.

 
Hækkun:  Óveruleg  
Fjöldi km:  8 
Erfiðleikastig ferðar: 2/5  

Dagur 2
Við byrjum daginn á góðum yoga teygjum og setjum okkur í réttan gang fyrir daginn. Gengið út að Rauðubjörgum og alla leið út að Gullþúfu á Barðsneshorni. Þetta er eitt dásamlegasta svæði á landinu og ólýsanlegt að sitja og horfa yfir hafið af Gullþúfu.

Í dag er nóg að ganga bara með það á bakinu sem þarf til dagsins. Þegar komið er til baka, fyrir kvöldverð, þá endum við á góðum yoga teygjum.

​
Í kvöld sér hver kona um sinn kvöldverð.

Gist í Barðsnesbænum.


Hækkun:  Óveruleg  
Fjöldi km:  12
Erfiðleikastig ferðar: 2/5  

Dagur 3
Í dag byrjum við aftur á góðum yoga teygjum og dásemdar kakó athöfn. Við göngum svo frá Barðsnesbænum, til baka inn Viðfjörðinn.

Áhersla lögð á nærandi útivist og samveru, að fagna lífinu og vera til.
Við finnum okkur góðan stað þar sem við tökum góða og endurnærandi yoga stund. Leggjum áherslu á núvitund, þakklæti og notalegheit.


Í dag göngum við aftur með allt á bakinu. 

Í kvöld verðum við með sameiginlega máltíð í Viðfjarðarbænum, þar sem við gistum, með aðgangi að dásamlegum svörtum sandi, hægt að skella sér í sjósund og gufubað á eftir.

Hækkun:  Óveruleg 
Fjöldi km:  8
Erfiðleikastig ferðar: 2/5  

Dagur 4
​
Gengið frá Viðfjarðarbænum, yfir til Vöðlavíkur. Göngum eftir veginum um Trollabotna og niður Dysjardal meðfram Dysjardalsá og hennar frábæru fossaröð. Á göngunni blöndum við inn því sem við höfum kynnst síðustu daga, að njóta og vera og sameinast náttúrunni.

Við endum við skála Ferðafélags Fjarðamanna við Karlsstaði í Vöðlavík, teygjum okkur og togum eftir dásemdardaga á einu af fallegasta útivistarsvæði á Íslandi.

Rúta sækir hópinn í Vöðlavík og flytur aftur til Eskifjarðar.


Í dag er nóg að ganga bara með það sem þarf til dagsins, rútan sækir annað dót í Viðfjörð áður en hópurinn er sóttur til Vöðlavíkur.

Hækkun:  400 m.   
Fjöldi km:  10 
Erfiðleikastig ferðar: 3/5  
Innifalið
  • ​Akstur til og frá Eskifirði
  • Trúss frá Viðfirði til Vöðlavíkur
  • Ein kvöldmáltíð   
  • Fararstjórn   
  • Gisting í þrjár nætur í svefnpokaplássi
  • Náttúrutöfrar og kakóstund
  • Yoga
​Hvað þarf að hafa með
  • ​Bakpoki
  • Svefnpoki

  • Góðir gönguskór, ekki vera að ganga í þeim í fyrsta skipti
  • Skel, buxur og jakki
  • Undirföt, ull eða flís
  • Peysa, ull eða flís
  • Bolur
  • Göngubuxur
  • Sundföt og handklæði

  • Nesti, 3x morgunverður, 4 daga göngunesti, 2 kvöldmáltíðir
  • Göngunasl, svo sem þurkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur​
  • Vatnsbrúsi  
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi  
  • Göngustafir  
  • Myndavél og/eða kíkir  
  • Vasahnífur  
  • Sólgleraugu  
  • Sólarvörn og varasalvi  
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf  
  • Salernispappír, sótthreinsiklútar/gel og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír  
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn 
  • Góða skapið og kannski eitthvað fleira sem þér þykir ómissandi!​ ​
Verið er að vinna í heimasíðu Tanna Travel um þessar mundir, ef þú rekst á eitthvað ósamræmi
eða finnur ekki einhverjar upplýsingar, hafðu þá samband við okkur!
Picture

Tanni ferðaþjónusta ehf 
​
Strandgata 14 |735 Eskifjörður | ICELAND |

​www.tannitravel.is | tannitravel@tannitravel.is 
tel. +354-476-1399 | kt. 680593-2489

Picture

Picture
  • Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hólmanes
      • POP UP
    • Næturferðir >
      • Nóttin er ung - 3 ferðir
      • Stórurð
      • Blágil
      • Snæfell
    • Lengri ferðir >
      • Barðsnes, kvennaferð
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • Störf í boði
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun