Íslenska sumarnóttin er án efa eitt það magnaðasta sem hægt er að upplifa. Hljóðið er öðruvísi og lyktin er ógleymanleg. Í þessu andrúmslofti verður gengið að Stórurð.
Stórurð er einn af stórbrotnustu stöðum Íslands. Hið víðfeðma umhverfi býður upp á nóg að sjá og upplifa; blágrænar tjarnir og gróin engi, umkringt sléttu og oddhvössu móbergi Dyrfjalla. Eins og nafnið gefur til kynna er svæðið stráð gríðarstóru grjóti, sem eru líklega yfirgefin af hopandi jöklum.
Við hittumst við Vatnsskarð og hefjum við gönguna klukkan 21:00. Stórurð er ein stórbrotnasta náttúrusköpun á Íslandi, umkringd Dyrfjöllum. Skriðan er mjög einstök, flöt tún, stór grjót, sum tugir metra há, fallegar tjarnir og einstakur gróður.
Að ganga í Stórurð er einstök upplifun.
Gert er ráð fyrir að koma aftur í bílana á milli 04:00 og 05:00, að morgni laugardagsins 24. júní.
Leiðsögumaður er Skúli Júlíusson, Hækkun: 450 m. Fjöldi km: 14 Erfiðleikastig ferðar: 3/5
Gengið er með minni hópa, 10-20 manns.
Innifalið í verði: Fjallaleiðsögn.
Mæting í ferðina er við þjónustuhúsið á Vatnsskarði föstudagskvöldið 23. júní, kl. 21:00
Fjallaleiðsögu- maðurinn
Fjallaleiðsögumaðurinn er Skúli Júlíusson, sem hefur stundað fjallgöngur á Austurlandi og um allt Ísland frá unga aldri. Hann unir sér hvergi betur en úti í náttúrunni, hvort heldur sem er skíðandi eða gangandi og notar hann allt árið til útivistar og útilegu. Hann hefur skrifað tvær bækur um gönguleiðir á Austurlandi, þær heita "101 Austurland, tindar og toppar" og "101 Austurland, göngurleiðir fyrir alla".