SNÆFELL
Íslenska sumarnóttin er án efa eitt það magnaðasta sem hægt er að upplifa í lífinu. Hljóðið er öðruvísi og lyktin er ógleymanleg. Í þessu andrúmslofti ætlum við að fara á tind konungs íslenskra fjalla, Snæfell, 1833 m. Snæfell er fornt eldfjall, hæsta frístandandi fjall Íslands. Fjallið stendur við Eyjabakka innan Vatnajökulsþjóðgarðs, sem er eitt stærsta búsvæði heiðagæsa. Lagt er af stað frá Egilsstöðum klukkan 20:00 og ekið um Fljótsdal að upphafi gönguleiðarinnar sem er í 1000 m. Leiðin hentar flestum fjallgöngumönnum, en gangan skiptist á bröttum og þægilegum köflum. Á sumarsólstöðum er yfirleitt enn þakið snjó og getur verið kalt á toppnum. Útsýnið af tindi Snæfells er erfitt að toppa. Í bakaleiðinni stoppum við í Laugarfelli en þar er rekinn einn flottasti fjallaskáli á Íslandi. Þar fáum við morgunverð og sökkvum okkur í dásamlegar náttúrulaugar með útsýni yfir tindinn, sem verið var að toppa. Við gerum ráð fyrir að ljúka þessari frábæru næturferð á Egilsstöðum klukkan 11:00 á mánudagsmorgni, 26. júní. Hækkun: 1.030 m. Fjöldi km: 14 Erfiðleikastig ferðar: 3/5 Gengið er með minni hópa, 10-20 manns. Innifalið í verði: Akstur til og frá Egilsstöðum Fjallaleiðsögn Morgunverður í Laugarfelli Aðgangur í náttúrulaugar í Laugarfelli Mæting í ferðina er við N1 á Egilsstöðum sunnudagskvöldið 25. júní, kl. 20:00. |
|