Ferðin hefst við verslunarmiðstöðina Molan og þaðan er haldið sem leið liggur upp með Búðará. Gengið er upp að Búðaráfossi áður en haldið er niður eftir aftur og komið við í Stíðsminjasafninu.
Í þessari ferð er því blandað saman að kynnast náttúru Reyðarfjarðar og sögu stríðsáranna á Austurlandi. Sérstök áhersla er lögð á að segja frá hildarleiknum sem átti sér stað á Eskifjarðarheiði tuttugasta janúar 1942. Þá lagði KOYLI flokkurinn af stað frá bækistöð hersins í Reyðarfirði og var ferðinni heitið til Eskifjarðar. Lentu þeir í aftakaveðri og létust átta hermenn þessa nótt sem var mesta mannfall sem bresku hersveitirnar urðu fyrir á meðan á dvöl þeirra á Íslandi stóð.
Lengd
Á bilinu 1½ - 2 tímar
Í þessari ferð er því blandað saman að kynnast náttúru Reyðarfjarðar og sögu stríðsáranna á Austurlandi. Sérstök áhersla er lögð á að segja frá hildarleiknum sem átti sér stað á Eskifjarðarheiði tuttugasta janúar 1942. Þá lagði KOYLI flokkurinn af stað frá bækistöð hersins í Reyðarfirði og var ferðinni heitið til Eskifjarðar. Lentu þeir í aftakaveðri og létust átta hermenn þessa nótt sem var mesta mannfall sem bresku hersveitirnar urðu fyrir á meðan á dvöl þeirra á Íslandi stóð.
Lengd
Á bilinu 1½ - 2 tímar