Í þessari hjólaferð er farið um svæði sem fáir Íslendingar bera nokkurn tíma augum. Alls er ferðin þrír dagar og tvær nætur og hefst för á Eskifirði. Farið verður um Vöðlavík og Viðfjörð sem hafa verið í eyði í áratugi. Á síðasta degi er svo hjólað upp og yfir Oddskarð sem er á milli Norðfjarðar og Eskifjarðar.
Dagur 1
Ferðin hefst á Eskifirði og er hjólað þaðan út hinn fornfræga Helgustaðahrepp. Þaðan liggur leið okkar upp og yfir Víkurheiði og yfir í Vöðlavík. Vöðlavík hefur verið í eyði síðan 1968. Hún er rómuð fyrir náttúrufegurð og stendur heimamönnun nær hjarta. Þar er snæddur kvöldverður og gist í skála Ferðafélags Fjarðamanna á Karlsstöðum.
Dagur 2
Á degi tvö er hjólað sem leið liggur upp úr Vöðlavík og yfir í Viðfjörð. Þó Viðfjörður hafi fyrir löngu farið í eyði að þá var sú tíð að hann var miðstöð samgagna á svæðinu. Frá Viðfirði liggur leiðin yfir í Norðfjörð með bát (ef veður leyfir, annars sækir bíll fólkið). Eftir kvöldverð í Beituskúrnum taka bændur á Skorrastað á móti okkur og verður höfð þar næturseta.
Dagur 3
Á síðasta degi er hjólað um gamla fjallveginn yfir Oddskarð, þar sem útsýnið er frábært yfir Hólmatind við Eskifjörð og út Reyðarfjörðinn. Hjólað er niður á Eskifjörð, þar sem ferðin endar.
Erfileikastig ferðar
4/5
Verð:
89.000,- á manninn
Aukagjald fyrir eins manns herbergi 5.500 kr.
Skráning í tölvupósti eða í síma 476-1399, milli 10:00 og 12:00, alla virka daga.
Innifalið
Fararstjórn, svefnpokapláss í skálanum í Vöðlavík, uppbúið rúm í tveggja manna herbergi á Skorrastað, morgunverður og nesti til dagsins sem þátttakendur útbúa sjálfir við morgunverðinn. Kvöldverður í Vöðlavík og á Beituskúrnum í Neskaupstað. Trússbíll með farangur.
Ekki innifalið
Fjallahjól og annað útbúnaður fyrir hjólaferð, svefnpoki, búnaður sem þarf til göngu og hjólreiða, drykkir, snarl, fæðubótarefni og ferðatryggingar.
Með í för
Gestir þurfa að hafa með hlýjan, vind- og vatnsþéttan fatnað, skó til göngu og hjólreiða, svefnpoka, vatnsbrúsa, lítinn bakpoka, nestissnarl og hjólið sitt.
Dagur 1
Ferðin hefst á Eskifirði og er hjólað þaðan út hinn fornfræga Helgustaðahrepp. Þaðan liggur leið okkar upp og yfir Víkurheiði og yfir í Vöðlavík. Vöðlavík hefur verið í eyði síðan 1968. Hún er rómuð fyrir náttúrufegurð og stendur heimamönnun nær hjarta. Þar er snæddur kvöldverður og gist í skála Ferðafélags Fjarðamanna á Karlsstöðum.
Dagur 2
Á degi tvö er hjólað sem leið liggur upp úr Vöðlavík og yfir í Viðfjörð. Þó Viðfjörður hafi fyrir löngu farið í eyði að þá var sú tíð að hann var miðstöð samgagna á svæðinu. Frá Viðfirði liggur leiðin yfir í Norðfjörð með bát (ef veður leyfir, annars sækir bíll fólkið). Eftir kvöldverð í Beituskúrnum taka bændur á Skorrastað á móti okkur og verður höfð þar næturseta.
Dagur 3
Á síðasta degi er hjólað um gamla fjallveginn yfir Oddskarð, þar sem útsýnið er frábært yfir Hólmatind við Eskifjörð og út Reyðarfjörðinn. Hjólað er niður á Eskifjörð, þar sem ferðin endar.
Erfileikastig ferðar
4/5
Verð:
89.000,- á manninn
Aukagjald fyrir eins manns herbergi 5.500 kr.
Skráning í tölvupósti eða í síma 476-1399, milli 10:00 og 12:00, alla virka daga.
Innifalið
Fararstjórn, svefnpokapláss í skálanum í Vöðlavík, uppbúið rúm í tveggja manna herbergi á Skorrastað, morgunverður og nesti til dagsins sem þátttakendur útbúa sjálfir við morgunverðinn. Kvöldverður í Vöðlavík og á Beituskúrnum í Neskaupstað. Trússbíll með farangur.
Ekki innifalið
Fjallahjól og annað útbúnaður fyrir hjólaferð, svefnpoki, búnaður sem þarf til göngu og hjólreiða, drykkir, snarl, fæðubótarefni og ferðatryggingar.
Með í för
Gestir þurfa að hafa með hlýjan, vind- og vatnsþéttan fatnað, skó til göngu og hjólreiða, svefnpoka, vatnsbrúsa, lítinn bakpoka, nestissnarl og hjólið sitt.
Fararstjóri og leiðsögumaður er Þórdís Kristvinsdóttir. Þórdís hefur um árabil stýrt ungliðastarfi í hjólreiðum hjá ungmennafélaginu Þristi á Héraði. Hún er úti allt sumarið og leiðir fólk um fjöll og firnindi Austurlands.
Hún er menntuð í leiðsögn og hefur reynslu af fjallaferðum, hjólaferðum, gönguferðum, hvataferðum og jeppaferðum. |
Myndir úr ferðinni: