Fararstjórinn Sveinn Sigurbjarnarson er mörgum að góðu kunnur. Hann byrjaði með rekstur á snjóbíl og fólksflutningabíl árið 1970. Hann hefur farið ófáar ferðirnar um Ísland að hálendi og jöklum meðtöldum. Hann er hafsjór af fróðleik og reynslu. Hann mun rifja upp ferðir, segja okkur frá örnefnum og segja gamansögur.
|
Það var ekkert eins skemmtilegt og haustferðirnar í gamla daga og nú hefur nostalgían tekið okkur yfir og við getum vart beðið eftir haustinu. Það var dansað, sungið, spilað, drullumallað og ég veit ekki hvað og hvað. Engu máli skipti á hvað aldri þátttakendur voru, allir skemmtu sér saman.
Í þessari fjögurra daga ferð rifjum við upp gamla takta og höldum á hálendið. Hálendið hefur yfir sér ákveðinn ævintýrablæ og dulúð og ekkert betra en að leggjast til hvílu eftir dag á fjöllum.
Alls er ferðin 4 dagar og 3 nætur og gist er í skálum Ferðafélags Íslands.
Dagur 1
Við höldum sem leið liggur frá Egilsstöðum, um Herðubreiðalindir í Öskju. Við gistum í skála Ferðafélags Akureyrar í Dreka.
Dagur 2
Á fjöllum tökum við dagana snemma. Í dag ökum við með Holuhrauni um Flæður, Urðarháls og Gæsavötn í Nýjadal á Sprengisandi. Þar gistum við.
Dagur 3
"Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn".
Sprengisandur bíður okkar og við höldum í Landmannalaugar, þar böðum við okkur og gistum.
Nostalgíukvöldvaka þar sem allir taka þátt!
Dagur 4
Í dag ökum við Fjallabaksleið nyrðri, um Jökuldali, niður á þjóðveg 1. Þetta er langur dagur og kannski eins gott, því hann er líka sá síðasti í ferðinni. Við viljum nýta hann sem best og vera saman sem lengst!
Eftir að á þjóðveg 1 er komið, ökum við sem leið liggur heim á leið eftir frábæra daga á fjöllum.
Í ferðinni upplifum við litadýrð Íslands, langa svarta sanda, vin í "eyðimörkum" og frábæran félagsskap.
Við komum endurnærð heim - við lofum því!
Verð:
82.700,- á mann
Börn og unglingar í fylgd með forráðamanni, 7-18 ára, 50% afsláttur
Frítt fyrir börn yngri en 6 ára.
Innifalið
Allur akstur, fararstjórn, svefnpokapláss í skálum.
Skráning í tölvupósti eða í síma 476-1399, milli 10:00 og 12:00 alla virka daga.
Hvað þarf að hafa í huga?
Hér er listi sem getur komið að góðum notum þegar pakkað er niður:
Í þessari fjögurra daga ferð rifjum við upp gamla takta og höldum á hálendið. Hálendið hefur yfir sér ákveðinn ævintýrablæ og dulúð og ekkert betra en að leggjast til hvílu eftir dag á fjöllum.
Alls er ferðin 4 dagar og 3 nætur og gist er í skálum Ferðafélags Íslands.
Dagur 1
Við höldum sem leið liggur frá Egilsstöðum, um Herðubreiðalindir í Öskju. Við gistum í skála Ferðafélags Akureyrar í Dreka.
Dagur 2
Á fjöllum tökum við dagana snemma. Í dag ökum við með Holuhrauni um Flæður, Urðarháls og Gæsavötn í Nýjadal á Sprengisandi. Þar gistum við.
Dagur 3
"Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn".
Sprengisandur bíður okkar og við höldum í Landmannalaugar, þar böðum við okkur og gistum.
Nostalgíukvöldvaka þar sem allir taka þátt!
Dagur 4
Í dag ökum við Fjallabaksleið nyrðri, um Jökuldali, niður á þjóðveg 1. Þetta er langur dagur og kannski eins gott, því hann er líka sá síðasti í ferðinni. Við viljum nýta hann sem best og vera saman sem lengst!
Eftir að á þjóðveg 1 er komið, ökum við sem leið liggur heim á leið eftir frábæra daga á fjöllum.
Í ferðinni upplifum við litadýrð Íslands, langa svarta sanda, vin í "eyðimörkum" og frábæran félagsskap.
Við komum endurnærð heim - við lofum því!
Verð:
82.700,- á mann
Börn og unglingar í fylgd með forráðamanni, 7-18 ára, 50% afsláttur
Frítt fyrir börn yngri en 6 ára.
Innifalið
Allur akstur, fararstjórn, svefnpokapláss í skálum.
Skráning í tölvupósti eða í síma 476-1399, milli 10:00 og 12:00 alla virka daga.
Hvað þarf að hafa í huga?
- Munum að veðráttan á Íslandi getur verið allavega. Því er gott að vera við öllu búinn og skipuleggja vel hvað skal taka með.
- Enginn matur er innifalinn og ekki hægt að kaupa mat eftir að haldið er af stað, því þarf að nesta sig fyrir alla dagana.
- Hægt er að elda í skálunum, en gott að hafa í huga að allir þurfa að komast að.
- Ekki gleyma sundfötum.
Hér er listi sem getur komið að góðum notum þegar pakkað er niður:
- Smurt nesti fyrir daginn
- Nasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Núðlur eða pasta í pokum
- Pulsur eða foreldaðar kjúklingabringur
- Eitthvað gott á grillið
- Kol og uppkveikilögur
- Haframjöl
- Brauð og flatkökur
- Smjör og álegg, svo sem ostur, kæfa, hangikjöt
- Hrökkbrauð og kex
- Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Kakó, te og/eða kaffi
- Súpur
- Krydd, t.d. salt og pipar
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
- Svefnpoki og lítill koddi
- Bolur til skiptana og til að sofa í
- Auka nærbuxur og sokkar
- Höfuðljós
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Innanundirföt, helst úr ull.
- Góð þykk peysa, ull eða flís.
- Göngubuxur / stuttbuxur
- Tannbursti og tannkrem
- Sápa / sjampó
- Lítið handklæði
- Eyrnatappar
- Skálaskór
- Peningar (fyrir sturtu)