Ferðin
Brottför frá Egilsstöðum, ekið verður sem leið liggur að Rjúkanda á Jökuldal. Þar er gert stutt stopp og fossinn skoðaður. Þaðan liggur leiðin að Stuðlagili sem er einn fegursti staður á Íslandi. Þar er stoppað í um 2-3 klukkutíma en gangan hvora leið tekur um þrjátíu mínútur.
Eftir að hafa notið stórbrotinnar fegurðar Stuðlagils sem lætur engan ósnortinn höldum við áfram inn á hálendið að Hafrahvammagljúfri þar sem við stoppum einnig og skoðum mikilfengleikann, 200 m. djúpt gljúfrið. Þá er haldið að Hálslóni og Kárahnjúkum og horft yfir allra stærstu virkjun á Íslandi og eina þá stærstu í Evrópu. Við keyrum svo sem leið liggur með Snæfelli og niður í Fljótsdal og endum daginn á heimsókn í Óbyggðasetur Íslands áður en við höldum aftur til Egilsstaða í gegnum stærsta skóg á Íslandi, Hallormsstaðarskóg. Staðir
Rjúkandi – Stuðlagil - Hafrahvammsgljúfur - Hálslón - Fljótsdalur Tími 8-9 klst Erfiðleikastig Létt Taka með:
Innifalið:
Annað:
|
|