• Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
  • Ferðir
    • Innanlandsferðir >
      • Fyrir hópinn þinn >
        • Okkar hugmyndir >
          • Bæjarganga
          • Í fótspor KOYLI flokksins
          • Eyðivíkur og firðir á Austurlandi - hjólaferð
          • Núvitundar jóga ganga
          • Vöðlavík
          • Hálendi Austurlands
        • Ykkar hugmyndir
    • Utanlandsferðir >
      • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • In English
  • Sign in
TANNI TRAVEL
  • Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
  • Ferðir
    • Innanlandsferðir >
      • Fyrir hópinn þinn >
        • Okkar hugmyndir >
          • Bæjarganga
          • Í fótspor KOYLI flokksins
          • Eyðivíkur og firðir á Austurlandi - hjólaferð
          • Núvitundar jóga ganga
          • Vöðlavík
          • Hálendi Austurlands
        • Ykkar hugmyndir
    • Utanlandsferðir >
      • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • In English
  • Sign in


​Blogg um hitt og þetta

Velkomin til Austurlands!

5/7/2020

0 Comments

 
0 Comments

Hvað er framundan?

5/6/2020

4 Comments

 
Picture
Stuðlagil
Picture
Laugarvalladalur
Það er margt sem fer í gegnum hugann.  Tilfinningarnar snarsnúast í kroppnum og maður veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga.  Fjölmiðlar eru fullir af fréttum sem gera ekkert mikið fyrir sálina og við reynum að fylgjast með þeim, en samt ekki.  Þúsundir fólks hafa misst vinnuna og framundan eru tímar sem erfitt er að skipuleggja.  Óvissan!
 
Síðustu vikur hafa farið í að reyna að ná tökum á eigin ástandi og fram undan er vinna við að byggja sig upp, byggja sig upp í að verða betri manneskja, kannski sú manneskja sem maður vildi alltaf verða, en festist einhversstaðar í viðjum vanans og vinnunnar.  Það er verið að kenna okkur eitthvað.
 
Eitt af því sem við höfum sett í forgang síðustu vikur eru gæðastundir úti í náttúrunni. Við hjónin, með eða án barna, höfum byrjað daginn á góðum göngutúrum og stundum tekið með okkur nesti, fundið okkur fallega laut, horft á hundinn hlaupa um og kanna nágrennið, legið í grasinu, sleikt sólina, skellt okkur til sjósunds.  Það er dásamlegt að geta skottast út úr húsi og í nokkrum skrefum verið komin út í óspillta náttúru.  Það eru forréttindi.  Forréttindi sem við þökkum örugglega of sjaldan fyrir.  Hvað með það þó við þurfum stundum að klæða okkur í regnföt eða setja á okkur húfu? 

Við erum nú í yndislega íslenska vorinu, hlustum á fuglana og horfum á náttúruna skríða undan þykkri vetrarsænginni, sjáum sólina hækka á lofti.  Fram  undan er eitt það besta í heimi, íslenskt sumar, með björtum sumarnóttum og ævintýrum. 

Nú er lag, nú er tækifæri til þess að endurskapa venjur og huga að sjálfum sér og sínum.  Anda djúpt, horfa á náttúruna og njóta.  Það að þekkja landið sitt er eins og að vera með aukatank á bílnum, hægt að sækja í fallegar minningar og upplifa gæðastundir þegar bensínið er alveg að verða búið.  Það er því gott að hafa þann tank alltaf fullan og helst yfirfullan.   

Ég er alin upp við þau forréttindi að ferðast um Ísland, bæði há- og láglendi og hef lagt mig fram við það að börnin mín alist einnig upp við þau forréttindi.  Ég sæki oft í að rifja upp góða tíma og eignaðist marga góða vini á þessum ferðalögum.  Við eigum þó enn eftir að heimsækja marga staði og þannig verður það áfram, alltaf hægt að skoða eitthvað nýtt.  Við hlökkum til sumarsins og haustsins og alls þess sem allar árstíðir á Íslandi hafa uppá að bjóða.  Það er það einstaka við Ísland, allar árstíðir hafa sínar gjafir, ef við erum tilbúin til að sjá þær og njóta. 

Við höfum alltaf val og mitt lífsmottó er:
Hamingjuna getur þú ekki keypt, hamingjuna verður þú að skapa sjálf/ur. 
 
Munum svo að hlýða Víði og hans teymi! 
Picture
Höfundur,
Díana Mjöll Sveinsdóttir,
er framkvæmdastjóri
​Tanna Travel
á Austurlandi.
Picture
4 Comments

Fjölskyldan er heimurinn

1/9/2020

0 Comments

 
Picture
Skíðað í Austfirsku ölpunum, Oddsskarði í Fjarðabyggð
Að víkka sjóndeildarhringinn er svo þroskandi.  Það er hægt að gera á marga vegu.  Við gerum það meðal annars með því að ferðast, fá innsýn í mismunandi menningarheima, setja okkur í krefjandi aðstæður, horfa hlutina úr mörgum áttum, setja okkur í spor annarra og vera opin fyrir því að við erum ekki öll eins, sem betur fer.

Ég gæti sagt margar sögur þar sem ég og við fjölskyldan höfum lent í lærdómsríkum og fyndnum uppákomum á okkar ferðalögum, bæði innanlands og erlendis, en ætla ekki að gera það núna.  Mig langar frekar að segja ykkur frá „syni okkar“ Daníel og dóttur okkar Svanhildi Sól.

Daníel er frá Lockport, Buffalo í New York fylki í Bandaríkjunum.  Hann er skiptinemi.  Hann hefur búið hjá okkur frá því um miðjan ágúst í fyrra og verður fram í miðjan júní á þessu ári.  Hann er 16 ára, verður 17 í mars.

Hann fer héðan reynslunni ríkari, tekur hluta af okkar menningu til síns heima og blandar við þeirra.  Hann mun aldrei gleyma þessu ári, segir sögur frá Austurlandi og Íslandi svo lengi sem hann lifir og örugglega heimsækir hann okkur og landið „sitt“ aftur og aftur, með vinum og fjölskyldu.  Við munum líka heimsækja hann og læra nýja hluti.
Picture
Regnbogagatan og Bláa kirkjan á Seyðisfirði
Picture
Yrðlingur á Mjóeyri við Eskifjörð
Picture
Rennt fyrir fisk
Svanhildur Sól verður 18 ára í febrúar og býr hjá dásamlegri fjölskyldu í Katalóníu.  Hún er líka skiptinemi.  Þar á hún „litla systur“ sem elskar hana.  Hún borðar hádegismat kl. 15:00 og kvöldverð kl. 21:00.  Hún fylgist með sjáfstæðisbaráttu Katalóna, átti „skrýtin“ jól og lærir katalónísku.  Í minningunni verður þetta allt hluti af stórkostlega þroskandi reynslu.

Þessir krakkar eru fyrirmyndir í sínu samfélagi, þau koma reynslunni ríkari heim, með fullt af mistökum og erfiðum uppákomum í reynslubankanum, þar sem þau fóru svo rækilega út fyrir þægindahringinn sinn í svo mörgu og stóðu á eigin fótum, voru ein í heiminum í smá stund.  Þau átta sig betur á veikleikum sínum og styrkleikum og kunna betur að meta það sem hversdagsleikinn færir þeim.  Þau eignast sjálf sig að betri vinum.
Picture
Leikur í skóginum
Picture
Svanhildur með katalónísku fjölskyldunni sinni
Picture
Mennskur turn
Við verðum líka reynslunni ríkari eftir þetta, við erum nefnilega ekki bara „fjölskylda“ þessa unga manns, heldur erum við einnig gestgjafar.  Við erum því fjölskyldugestgjafar og tökum því ábyrgðamikla hlutverki alvarlega og leggjum okkur fram við uppeldið sem og gestgjafahlutverkið.  Það opnar augu manns að útskýra menningu okkar, hefðir og sögu og sýna fallega náttúruna.  Við kunnum fyrir vikið svo mikið betur að meta það sem við eigum.

Af hverju er ég að segja ykkur þetta?  Vegna þess að mér finnst þetta skipta máli, að við séum góðir fjölskyldugestgjafar.  Allir sem heimsækja landið okkar ættu að fá það viðmót, hvort sem þeir dvelja hér í stuttan tíma eða langan.  Við leggjum okkur fram við það.

Að þessu sögðu langar mig að hvetja okkur öll til að víkka sjóndeildahringinn, læra að meta það sem við eigum, verða betri í dag en í gær, læra af reynslunni, fagna velgengni hvers annars og fjölbreytileika mannkynsins, leggja okkar að mörkum til samfélagsins, vera fjölskyldugestgjafar.  Það þarf heilt þorp til að ala upp barn.
Picture

​​Höfundur, Díana Mjöll Sveinsdóttir,

er framkvæmdastjóri Tanna Travel.

Picture
0 Comments

Óvissan, spennandi og skemmtileg

6/7/2019

0 Comments

 
Um daginn fórum við í fjölskylduferð, frumburðurinn átti 20 ára afmæli, og okkur langaði að gera eitthvað eftirminnilegt.  Það er viðtekin hefð hjá okkur að búa til óvissuferðir við hin ýmsu tilefni, það setur ákveðinn tón í ferðirnar og alveg sama hvað er gert, öllum þykir það spennandi og skemmtilegt.
​
Það eina sem var sérstök ósk afmælisbarnsins var að borða á Gistihúsinu á Egilsstöðum, þar kemur maður aldrei að tómum kofanum, maturinn er alltaf góður, þjónustan framúrskarandi og andrúmsloftið gott.  Við smíðuðum því ferð í kringum það.

​Það var af nógu að taka og við lentum því í smá vandræðum að velja á milli hvað við vildum gera en ákváðum á endanum að byrja á því að bruna í hið margumtalaða Stuðlagil.  Það er um klukkustundar akstur frá Egilsstöðum, 20 mín frá þjóðvegi 1 um Jökuldal þegar ekið er norður.  Við bæinn Grund á Efri-Jökuldal er búið að gera þetta fína bílastæði og setja upp upplýsingaskilti.  Það var smá suddi, en það kom ekki að sök því í skottinu voru gönguskór, úlpur, húfur og vettlingar, því þó það hafi verið komið vel fram yfir miðjan maí þá er alltaf gott að vera við öllu búinn.  Við gengum niður að gilinu og það má með sanni segja að þarna sé fallegt.  Stuðlabergið blasti við okkur, og sægræn áin, sem var öskugrá hér áður fyrr, liðaðist niður gilið.  Gæsirnar lágu á hreiðrum og létu sem þær væru ekki þarna, vonuðust til að við sæum þær ekki og við þóttumst ekki sjá þær.  Það tók okkur um ½ klst. að ganga til og frá bílastæðinu á Grund, en auðvitað er hægt að dvelja lengur á svæðinu, ganga upp eða niður með gilinu og endalaust hægt að taka myndir.  En suddinn og hungrið ærði okkur aftur í bílinn og í Egilsstaði þar sem við fengum okkur afmælismálsverðinn sem beðið var eftir.
​Við höfðum ákveðið að gera úr þessu gistiferð og enduðum á að gista í Óbyggðasetri Íslands.  Þangað höfum við margsinnis komið og elskum að heimsækja Denna og Örnu og skoða það sem þau hafa svo mynduglega byggt upp, en við höfðum aldrei gist þar.  Nú gafst okkur líka tækifæri á að njóta þess að fara í nýja spa-ið þeirra og það er allt svo skemmtilegt sem þau gera, niður í minnstu smáatriði, þau fara aldrei útaf sporinu í að fylgja upplifun af gamla tímanum.  Við foreldrarnir héngum í afslöppunarrýminu og bræðurnir svömluðu í pottinum.  Inn á milli, skutumst við öll í brennheita gufuna.  Við gistum í gamla bænum þar sem andrúmsloft liðinna tíma svífur yfir og áður en við vissum af hafði svefninn haft yfirhöndina.  Morgunmatur var borinn fram á milli kl. 08 og 10 og við nutum hans með hjónum frá Ameríku, sem sögðu okkur allt um það hvar þau væru búin að vera á Íslandi og hvað þau væru lukkuleg með að hafa fundið Óbyggðasetrið, þar sem þau gistu í tvær nætur og gátu notið nágrennisins.  Þau höfðu farið í gönguferð daginn áður og þegar við kvöddum þau, voru þau á leið í hestaferð með Denna.
​Við hinsvegar, fórum í Egilsstaði, þar sem búið var að skipuleggja flugferð með Flugfélagi Austurlands.  Það fyrirtæki hefur nýhafið rekstur og alveg stórkostleg viðbót á svæðinu.  Hann Sigurbergur Ingi tók á móti okkur og strákarnir nutu flottrar flugferðar inn yfir dalina á Héraði og hálendið.  Þeir voru mjög sáttir þegar þeir komu til baka og ekki yrði ég hissa ef þeir yrðu flugmenn einn daginn.
Við smelltum okkur á nýja pizzastaðinn á Egilsstöðum áður en lengra var haldið, Askur Pizzeria.  Þar er úrvalið skemmtilegt, öðruvísi en á mörgum öðrum stöðum og við hefðum eiginlega þurft að leggja okkur þegar við vorum búin að klára af diskunum, því eins og svo oft áður, borðuðum við kannski einum of hratt og mögulega einni sneið of mikið.

Þá lá leiðin á besta útsýnisstað til að sjá lunda á landinu, en okkur lá forvitni á að vita hvernig hann hefði það.  Á leiðinni þangað komum við við á Héraðssandi, en höfðum ekki tíma til að stoppa þar nema í stutta stund.  Þangað förum við síðar, smellum því inn í aðra óvissuferð og allir verða voða hissa. 😊 Leiðin lá yfir Vatnsskarð, þar sem við fengum magnað útsýni yfir Héraðið, yfir á Smjörfjöllin og ef vel var að gáð mátti sjá Langanes í fjarska.  Borgarfjörður eystri, tekur alltaf á móti manni með bros á vör og lundinn var kátur að vanda, alsæll með þessa fínu aðstöðu sem Borgfirðingar eru búnir að byggja upp fyrir okkur mannfólkið, svo við getum skoðað þá og tekið myndir og sýnt öllum hvað þeir eru sætir.
Við enduðum svo óvissuna í tvöfaldri stúdentaveislu hjá frænkum okkar, sátum úti í sólinni, hlóðum enn meira á batteríin með skrafi við ættingja og nutum góða veðursins, gleðinnar og góðra veitinga.

​Afmælisbarnið var sátt.
Picture

​Höfundur, Díana Mjöll Sveinsdóttir,
er framkvæmdastjóri Tanna Travel.

Picture
0 Comments

Bakgarðurinn

4/4/2019

1 Comment

 
Snjóbíllinn Tanni á Vatnajökli
Picture
​Bakgarðurinn er ekki alltaf það sem maður telur það skemmtilegasta til að sjá og heimsækja.

Ég er svo heppin að hafa fengist að ferðast víða og ekki síst um mitt eigið Austurland.  Hér eru margir fallegir staðir, margir hverjir sem fáir heimsækja en aðrir sem eru orðnir sjálfstætt aðdráttarafl.

Ég var kannski 10 ára  þegar ég fór í mína fyrstu svokallaða páskaferð með pabba á snjóbílnum Tanna og fleira fólki. Þar sem ég sit og skrifa þetta finn ég lyktina úr Tanna, af nestinu og svefnpokanum. Þetta var ævintýraheimur, hvít víðáttan svo langt sem augað eigir og snjóbíllinn sem lullar áfram á sínum hæga og róandi hraða.

Við pabbi erum að græja okkur fyrir páskaferð, saxbauti í dós fer í nestiskassann, sem er heimasmíðaður úr viði, egg, súkkulaði, brauð, íslenskt smjör og fleira góðgæti.  Ullarvettlingar og föðurland eru ómissandi í töskuna.  Ég er óþreyjufull að komast af stað, kveð mömmu og stekk út.
Snjóbíll Tanni við Grímsfjall
Hópur við Snjóbíl Tanna og snjóbíl Snigilinn
Picture
Snjóbílnum Tanna er ekið upp á stóra kerru og við drögum hann sem leið liggur upp Fagradal, í Egilsstaði, inn Vellina og upp á Fljótsdalsheiði þar sem finna þurfti góða „þúfu“ til að ná honum niður af kerrunni.  Þetta var síðsti parturinn af ferðalaginu, gekk alltaf allt of hægt og ég vildi bara komast af stað, ná upp hita í Tanna og njóta þess svo að horfa á landslagið liðast hjá og skrafa við farþegana.  Fyrsti áfangastaðurinn og sá síðasti í þessum ferðum var Snæfellsskáli.  Fírað var upp í Tóku, sem var sólóeldavél, húsið hitað, nestið dregið upp, spilað á spil, spjallað og sungið.  Seint í háttinn, snemma á fætur, sem mér fannst nú reyndar ekki skemmtilegast í heimi.  En úr svefnpokanum skildi ég og hélt hópurinn af stað inn á Vatnajökul.  Ýmist í góðum veðrum eða slæmum, með skíðafólk í eftirdragi eða ekki, snjósleðar með í för eða ekki, eða annar snjóbíll.  Lóraninn vísaði okkur leiðina.

Á þaki snjóbíls Tanna var þaklúga, sem við sátum stundum í og dingluðum fótunum niður í bílinn eða fórum út á þakið og sátum fram á og sóluðum okkur.  Að upplifa þetta er ekki hægt að lýsa með orðum, og þó ég væri bara barn þá skynjaði ég að ég naut forréttinda, forréttinda við að eiga Ísland, eiga fallegan bakgarð, eiga frið og upplifa ævintýri með náttúrunni.  Snæfell, Vatnajökull og nágrenni eiga svo stóran part í hjarta mér að við skírðum fyrsta barn okkar í Snæfellsskála og fékk hann nafnið Jökull Logi.
 
Þessi forréttindi hafa fylgt mér og enn bý ég við þau, Austurland er bakgarðurinn minn og ég nýt hans svo sannarlega.  Margt hefur breyst frá því að ég var barn en á Austurlandi eru enn allir þessi fallegu staðir til að heimsækja, sumar, vetur, vor og haust og því gott að gefa sér góðan tíma þegar komið er austur.
 
Eftir þessa frásögn þá spyr ég mig, hvað varð eiginlega um saxbautann?
Picture

​Höfundur, Díana Mjöll Sveinsdóttir, er framkvæmdastjóri Tanna Travel

Picture
1 Comment
Picture

Tanni ferðaþjónusta ehf 
​
| Strandgata 14 |735 Eskifjörður | ICELAND |
www.tannitravel.is | tannitravel@tannitravel.is 
| tel. +354-476-1399 | kt. 680593-2489
                                Tanni Travel hefur fullgild leyfi ferðamálastofu sem ferðaskrifstofa.

Picture
Picture
Picture
Picture
  • Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
  • Ferðir
    • Innanlandsferðir >
      • Fyrir hópinn þinn >
        • Okkar hugmyndir >
          • Bæjarganga
          • Í fótspor KOYLI flokksins
          • Eyðivíkur og firðir á Austurlandi - hjólaferð
          • Núvitundar jóga ganga
          • Vöðlavík
          • Hálendi Austurlands
        • Ykkar hugmyndir
    • Utanlandsferðir >
      • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • In English
  • Sign in