• Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hólmanes
      • POP UP
    • Næturferðir >
      • Nóttin er ung - 3 ferðir
      • Stórurð
      • Blágil
      • Snæfell
    • Lengri ferðir >
      • Barðsnes, kvennaferð
      • Utanlandsferð 2023
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • Störf í boði
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun
TANNI TRAVEL
  • Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hólmanes
      • POP UP
    • Næturferðir >
      • Nóttin er ung - 3 ferðir
      • Stórurð
      • Blágil
      • Snæfell
    • Lengri ferðir >
      • Barðsnes, kvennaferð
      • Utanlandsferð 2023
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • Störf í boði
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun


​Blogg um hitt og þetta

Bakgarðurinn

4/4/2019

2 Comments

 
Snjóbíllinn Tanni á Vatnajökli
Picture
​Bakgarðurinn er ekki alltaf það sem maður telur það skemmtilegasta til að sjá og heimsækja.

Ég er svo heppin að hafa fengist að ferðast víða og ekki síst um mitt eigið Austurland.  Hér eru margir fallegir staðir, margir hverjir sem fáir heimsækja en aðrir sem eru orðnir sjálfstætt aðdráttarafl.

Ég var kannski 10 ára  þegar ég fór í mína fyrstu svokallaða páskaferð með pabba á snjóbílnum Tanna og fleira fólki. Þar sem ég sit og skrifa þetta finn ég lyktina úr Tanna, af nestinu og svefnpokanum. Þetta var ævintýraheimur, hvít víðáttan svo langt sem augað eigir og snjóbíllinn sem lullar áfram á sínum hæga og róandi hraða.

Við pabbi erum að græja okkur fyrir páskaferð, saxbauti í dós fer í nestiskassann, sem er heimasmíðaður úr viði, egg, súkkulaði, brauð, íslenskt smjör og fleira góðgæti.  Ullarvettlingar og föðurland eru ómissandi í töskuna.  Ég er óþreyjufull að komast af stað, kveð mömmu og stekk út.
Snjóbíll Tanni við Grímsfjall
Hópur við Snjóbíl Tanna og snjóbíl Snigilinn
Picture
Snjóbílnum Tanna er ekið upp á stóra kerru og við drögum hann sem leið liggur upp Fagradal, í Egilsstaði, inn Vellina og upp á Fljótsdalsheiði þar sem finna þurfti góða „þúfu“ til að ná honum niður af kerrunni.  Þetta var síðsti parturinn af ferðalaginu, gekk alltaf allt of hægt og ég vildi bara komast af stað, ná upp hita í Tanna og njóta þess svo að horfa á landslagið liðast hjá og skrafa við farþegana.  Fyrsti áfangastaðurinn og sá síðasti í þessum ferðum var Snæfellsskáli.  Fírað var upp í Tóku, sem var sólóeldavél, húsið hitað, nestið dregið upp, spilað á spil, spjallað og sungið.  Seint í háttinn, snemma á fætur, sem mér fannst nú reyndar ekki skemmtilegast í heimi.  En úr svefnpokanum skildi ég og hélt hópurinn af stað inn á Vatnajökul.  Ýmist í góðum veðrum eða slæmum, með skíðafólk í eftirdragi eða ekki, snjósleðar með í för eða ekki, eða annar snjóbíll.  Lóraninn vísaði okkur leiðina.

Á þaki snjóbíls Tanna var þaklúga, sem við sátum stundum í og dingluðum fótunum niður í bílinn eða fórum út á þakið og sátum fram á og sóluðum okkur.  Að upplifa þetta er ekki hægt að lýsa með orðum, og þó ég væri bara barn þá skynjaði ég að ég naut forréttinda, forréttinda við að eiga Ísland, eiga fallegan bakgarð, eiga frið og upplifa ævintýri með náttúrunni.  Snæfell, Vatnajökull og nágrenni eiga svo stóran part í hjarta mér að við skírðum fyrsta barn okkar í Snæfellsskála og fékk hann nafnið Jökull Logi.
 
Þessi forréttindi hafa fylgt mér og enn bý ég við þau, Austurland er bakgarðurinn minn og ég nýt hans svo sannarlega.  Margt hefur breyst frá því að ég var barn en á Austurlandi eru enn allir þessi fallegu staðir til að heimsækja, sumar, vetur, vor og haust og því gott að gefa sér góðan tíma þegar komið er austur.
 
Eftir þessa frásögn þá spyr ég mig, hvað varð eiginlega um saxbautann?
Picture

​Höfundur, Díana Mjöll Sveinsdóttir, er framkvæmdastjóri Tanna Travel

Picture
2 Comments
koparskál link
3/22/2021 04:55:32 am

Upplýsingar þínar eru mjög áhugaverðar. Takk fyrir að deila

Reply
Sigga Rósa
7/8/2021 03:09:31 am

Nákvæmlega… Hvað varð um saxbautann???

Reply



Leave a Reply.

Verið er að vinna í heimasíðu Tanna Travel um þessar mundir, ef þú rekst á eitthvað ósamræmi
eða finnur ekki einhverjar upplýsingar, hafðu þá samband við okkur!
Picture

Tanni ferðaþjónusta ehf 
​
| Strandgata 14 |735 Eskifjörður | ICELAND |
www.tannitravel.is | tannitravel@tannitravel.is 
| tel. +354-476-1399 | kt. 680593-2489
                                Tanni Travel hefur fullgild leyfi ferðamálastofu sem ferðaskrifstofa.

Picture

Picture
  • Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hólmanes
      • POP UP
    • Næturferðir >
      • Nóttin er ung - 3 ferðir
      • Stórurð
      • Blágil
      • Snæfell
    • Lengri ferðir >
      • Barðsnes, kvennaferð
      • Utanlandsferð 2023
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • Störf í boði
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun