• Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hólmanes
      • POP UP
    • Næturferðir >
      • Nóttin er ung - 3 ferðir
      • Stórurð
      • Blágil
      • Snæfell
    • Lengri ferðir >
      • Barðsnes, kvennaferð
      • Utanlandsferð 2023
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • Störf í boði
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun
TANNI TRAVEL
  • Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hólmanes
      • POP UP
    • Næturferðir >
      • Nóttin er ung - 3 ferðir
      • Stórurð
      • Blágil
      • Snæfell
    • Lengri ferðir >
      • Barðsnes, kvennaferð
      • Utanlandsferð 2023
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • Störf í boði
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun


​Blogg um hitt og þetta

Hvað er framundan?

5/6/2020

5 Comments

 
Picture
Stuðlagil
Picture
Laugarvalladalur
Það er margt sem fer í gegnum hugann.  Tilfinningarnar snarsnúast í kroppnum og maður veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga.  Fjölmiðlar eru fullir af fréttum sem gera ekkert mikið fyrir sálina og við reynum að fylgjast með þeim, en samt ekki.  Þúsundir fólks hafa misst vinnuna og framundan eru tímar sem erfitt er að skipuleggja.  Óvissan!
 
Síðustu vikur hafa farið í að reyna að ná tökum á eigin ástandi og fram undan er vinna við að byggja sig upp, byggja sig upp í að verða betri manneskja, kannski sú manneskja sem maður vildi alltaf verða, en festist einhversstaðar í viðjum vanans og vinnunnar.  Það er verið að kenna okkur eitthvað.
 
Eitt af því sem við höfum sett í forgang síðustu vikur eru gæðastundir úti í náttúrunni. Við hjónin, með eða án barna, höfum byrjað daginn á góðum göngutúrum og stundum tekið með okkur nesti, fundið okkur fallega laut, horft á hundinn hlaupa um og kanna nágrennið, legið í grasinu, sleikt sólina, skellt okkur til sjósunds.  Það er dásamlegt að geta skottast út úr húsi og í nokkrum skrefum verið komin út í óspillta náttúru.  Það eru forréttindi.  Forréttindi sem við þökkum örugglega of sjaldan fyrir.  Hvað með það þó við þurfum stundum að klæða okkur í regnföt eða setja á okkur húfu? 

Við erum nú í yndislega íslenska vorinu, hlustum á fuglana og horfum á náttúruna skríða undan þykkri vetrarsænginni, sjáum sólina hækka á lofti.  Fram  undan er eitt það besta í heimi, íslenskt sumar, með björtum sumarnóttum og ævintýrum. 

Nú er lag, nú er tækifæri til þess að endurskapa venjur og huga að sjálfum sér og sínum.  Anda djúpt, horfa á náttúruna og njóta.  Það að þekkja landið sitt er eins og að vera með aukatank á bílnum, hægt að sækja í fallegar minningar og upplifa gæðastundir þegar bensínið er alveg að verða búið.  Það er því gott að hafa þann tank alltaf fullan og helst yfirfullan.   

Ég er alin upp við þau forréttindi að ferðast um Ísland, bæði há- og láglendi og hef lagt mig fram við það að börnin mín alist einnig upp við þau forréttindi.  Ég sæki oft í að rifja upp góða tíma og eignaðist marga góða vini á þessum ferðalögum.  Við eigum þó enn eftir að heimsækja marga staði og þannig verður það áfram, alltaf hægt að skoða eitthvað nýtt.  Við hlökkum til sumarsins og haustsins og alls þess sem allar árstíðir á Íslandi hafa uppá að bjóða.  Það er það einstaka við Ísland, allar árstíðir hafa sínar gjafir, ef við erum tilbúin til að sjá þær og njóta. 

Við höfum alltaf val og mitt lífsmottó er:
Hamingjuna getur þú ekki keypt, hamingjuna verður þú að skapa sjálf/ur. 
 
Munum svo að hlýða Víði og hans teymi! 
Picture
Höfundur,
Díana Mjöll Sveinsdóttir,
er framkvæmdastjóri
​Tanna Travel
á Austurlandi.
Picture
5 Comments
Guðný Einarsdóttir
5/6/2020 03:07:29 pm

Takk fyrir þennan pistli elsku Díana. Þetta eru þörf orð. Ég hugsa mikið til ykkar allra núna og bið og vona að allt fari á besta veg.
Takk aftur ♥️

Reply
Diana Mjoll Sveinsdottir
5/6/2020 03:09:26 pm

Takk Guðný <3

Reply
Ína Dagbjört Gísladóttir
5/6/2020 05:07:28 pm

Þetta eru orð að sönnu og fínn pistill Díana og aldrei of oft á það minnt hver dýrð vors lands er mikilfengleg. Það sem ég hinsvegar óttast hvernig staðir eins og til dæmis stuðlagilið eru gerðir áberandi meðan lítið sem ekkert er i höfn varðandi viðunandi aðgengi bæði varðandi hættu og þess að sjá gilið almennilega. Gras og gróður þar og margar götur duga skammt fyrir þúsundir fóta ef landið á ekki að bera skaða af. Svo er líka um götuna frá vegi og upp að Klifbrekkufossum í Mjóafirði og víða og víða. Það þarf að gera stórátak í göngustígum og eftirliti þar sem hleypa á að mannfjölda.

Diana Mjoll Sveinsdottir
5/7/2020 03:14:18 am

Takk Ína, já það á víða eftir að byggja upp, en vonum að það komist meiri gangur í það fljótlega. Ég veit að það er einhver vinna í gangi varðandi Stuðlagil, þó ég þekki ekki nákvæmlega hvað.

Reply
Deep Cleaning Spokane Valley link
7/1/2022 11:38:22 am

Great reading your blogg

Reply



Leave a Reply.

Verið er að vinna í heimasíðu Tanna Travel um þessar mundir, ef þú rekst á eitthvað ósamræmi
eða finnur ekki einhverjar upplýsingar, hafðu þá samband við okkur!
Picture

Tanni ferðaþjónusta ehf 
​
| Strandgata 14 |735 Eskifjörður | ICELAND |
www.tannitravel.is | tannitravel@tannitravel.is 
| tel. +354-476-1399 | kt. 680593-2489
                                Tanni Travel hefur fullgild leyfi ferðamálastofu sem ferðaskrifstofa.

Picture

Picture
  • Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hólmanes
      • POP UP
    • Næturferðir >
      • Nóttin er ung - 3 ferðir
      • Stórurð
      • Blágil
      • Snæfell
    • Lengri ferðir >
      • Barðsnes, kvennaferð
      • Utanlandsferð 2023
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • Störf í boði
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun