• Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hólmanes
      • POP UP
    • Næturferðir >
      • Nóttin er ung - 3 ferðir
      • Stórurð
      • Blágil
      • Snæfell
    • Lengri ferðir >
      • Barðsnes, kvennaferð
      • Utanlandsferð 2023
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • Störf í boði
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun
TANNI TRAVEL
  • Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hólmanes
      • POP UP
    • Næturferðir >
      • Nóttin er ung - 3 ferðir
      • Stórurð
      • Blágil
      • Snæfell
    • Lengri ferðir >
      • Barðsnes, kvennaferð
      • Utanlandsferð 2023
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • Störf í boði
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun


​Blogg um hitt og þetta

Óvissan, spennandi og skemmtileg

6/7/2019

0 Comments

 
Um daginn fórum við í fjölskylduferð, frumburðurinn átti 20 ára afmæli, og okkur langaði að gera eitthvað eftirminnilegt.  Það er viðtekin hefð hjá okkur að búa til óvissuferðir við hin ýmsu tilefni, það setur ákveðinn tón í ferðirnar og alveg sama hvað er gert, öllum þykir það spennandi og skemmtilegt.
​
Það eina sem var sérstök ósk afmælisbarnsins var að borða á Gistihúsinu á Egilsstöðum, þar kemur maður aldrei að tómum kofanum, maturinn er alltaf góður, þjónustan framúrskarandi og andrúmsloftið gott.  Við smíðuðum því ferð í kringum það.

​Það var af nógu að taka og við lentum því í smá vandræðum að velja á milli hvað við vildum gera en ákváðum á endanum að byrja á því að bruna í hið margumtalaða Stuðlagil.  Það er um klukkustundar akstur frá Egilsstöðum, 20 mín frá þjóðvegi 1 um Jökuldal þegar ekið er norður.  Við bæinn Grund á Efri-Jökuldal er búið að gera þetta fína bílastæði og setja upp upplýsingaskilti.  Það var smá suddi, en það kom ekki að sök því í skottinu voru gönguskór, úlpur, húfur og vettlingar, því þó það hafi verið komið vel fram yfir miðjan maí þá er alltaf gott að vera við öllu búinn.  Við gengum niður að gilinu og það má með sanni segja að þarna sé fallegt.  Stuðlabergið blasti við okkur, og sægræn áin, sem var öskugrá hér áður fyrr, liðaðist niður gilið.  Gæsirnar lágu á hreiðrum og létu sem þær væru ekki þarna, vonuðust til að við sæum þær ekki og við þóttumst ekki sjá þær.  Það tók okkur um ½ klst. að ganga til og frá bílastæðinu á Grund, en auðvitað er hægt að dvelja lengur á svæðinu, ganga upp eða niður með gilinu og endalaust hægt að taka myndir.  En suddinn og hungrið ærði okkur aftur í bílinn og í Egilsstaði þar sem við fengum okkur afmælismálsverðinn sem beðið var eftir.
​Við höfðum ákveðið að gera úr þessu gistiferð og enduðum á að gista í Óbyggðasetri Íslands.  Þangað höfum við margsinnis komið og elskum að heimsækja Denna og Örnu og skoða það sem þau hafa svo mynduglega byggt upp, en við höfðum aldrei gist þar.  Nú gafst okkur líka tækifæri á að njóta þess að fara í nýja spa-ið þeirra og það er allt svo skemmtilegt sem þau gera, niður í minnstu smáatriði, þau fara aldrei útaf sporinu í að fylgja upplifun af gamla tímanum.  Við foreldrarnir héngum í afslöppunarrýminu og bræðurnir svömluðu í pottinum.  Inn á milli, skutumst við öll í brennheita gufuna.  Við gistum í gamla bænum þar sem andrúmsloft liðinna tíma svífur yfir og áður en við vissum af hafði svefninn haft yfirhöndina.  Morgunmatur var borinn fram á milli kl. 08 og 10 og við nutum hans með hjónum frá Ameríku, sem sögðu okkur allt um það hvar þau væru búin að vera á Íslandi og hvað þau væru lukkuleg með að hafa fundið Óbyggðasetrið, þar sem þau gistu í tvær nætur og gátu notið nágrennisins.  Þau höfðu farið í gönguferð daginn áður og þegar við kvöddum þau, voru þau á leið í hestaferð með Denna.
​Við hinsvegar, fórum í Egilsstaði, þar sem búið var að skipuleggja flugferð með Flugfélagi Austurlands.  Það fyrirtæki hefur nýhafið rekstur og alveg stórkostleg viðbót á svæðinu.  Hann Sigurbergur Ingi tók á móti okkur og strákarnir nutu flottrar flugferðar inn yfir dalina á Héraði og hálendið.  Þeir voru mjög sáttir þegar þeir komu til baka og ekki yrði ég hissa ef þeir yrðu flugmenn einn daginn.
Við smelltum okkur á nýja pizzastaðinn á Egilsstöðum áður en lengra var haldið, Askur Pizzeria.  Þar er úrvalið skemmtilegt, öðruvísi en á mörgum öðrum stöðum og við hefðum eiginlega þurft að leggja okkur þegar við vorum búin að klára af diskunum, því eins og svo oft áður, borðuðum við kannski einum of hratt og mögulega einni sneið of mikið.

Þá lá leiðin á besta útsýnisstað til að sjá lunda á landinu, en okkur lá forvitni á að vita hvernig hann hefði það.  Á leiðinni þangað komum við við á Héraðssandi, en höfðum ekki tíma til að stoppa þar nema í stutta stund.  Þangað förum við síðar, smellum því inn í aðra óvissuferð og allir verða voða hissa. 😊 Leiðin lá yfir Vatnsskarð, þar sem við fengum magnað útsýni yfir Héraðið, yfir á Smjörfjöllin og ef vel var að gáð mátti sjá Langanes í fjarska.  Borgarfjörður eystri, tekur alltaf á móti manni með bros á vör og lundinn var kátur að vanda, alsæll með þessa fínu aðstöðu sem Borgfirðingar eru búnir að byggja upp fyrir okkur mannfólkið, svo við getum skoðað þá og tekið myndir og sýnt öllum hvað þeir eru sætir.
Við enduðum svo óvissuna í tvöfaldri stúdentaveislu hjá frænkum okkar, sátum úti í sólinni, hlóðum enn meira á batteríin með skrafi við ættingja og nutum góða veðursins, gleðinnar og góðra veitinga.

​Afmælisbarnið var sátt.
Picture

​Höfundur, Díana Mjöll Sveinsdóttir,
er framkvæmdastjóri Tanna Travel.

Picture
0 Comments



Leave a Reply.

Verið er að vinna í heimasíðu Tanna Travel um þessar mundir, ef þú rekst á eitthvað ósamræmi
eða finnur ekki einhverjar upplýsingar, hafðu þá samband við okkur!
Picture

Tanni ferðaþjónusta ehf 
​
| Strandgata 14 |735 Eskifjörður | ICELAND |
www.tannitravel.is | tannitravel@tannitravel.is 
| tel. +354-476-1399 | kt. 680593-2489
                                Tanni Travel hefur fullgild leyfi ferðamálastofu sem ferðaskrifstofa.

Picture

Picture
  • Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hólmanes
      • POP UP
    • Næturferðir >
      • Nóttin er ung - 3 ferðir
      • Stórurð
      • Blágil
      • Snæfell
    • Lengri ferðir >
      • Barðsnes, kvennaferð
      • Utanlandsferð 2023
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • Störf í boði
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun