• Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hólmanes
      • POP UP
    • Næturferðir >
      • Nóttin er ung - 3 ferðir
      • Stórurð
      • Blágil
      • Snæfell
    • Lengri ferðir >
      • Barðsnes, kvennaferð
      • Utanlandsferð 2023
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • Störf í boði
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun
TANNI TRAVEL
  • Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hólmanes
      • POP UP
    • Næturferðir >
      • Nóttin er ung - 3 ferðir
      • Stórurð
      • Blágil
      • Snæfell
    • Lengri ferðir >
      • Barðsnes, kvennaferð
      • Utanlandsferð 2023
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • Störf í boði
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun


​Blogg um hitt og þetta

Fjölskyldan er heimurinn

1/9/2020

0 Comments

 
Picture
Skíðað í Austfirsku ölpunum, Oddsskarði í Fjarðabyggð
Að víkka sjóndeildarhringinn er svo þroskandi.  Það er hægt að gera á marga vegu.  Við gerum það meðal annars með því að ferðast, fá innsýn í mismunandi menningarheima, setja okkur í krefjandi aðstæður, horfa hlutina úr mörgum áttum, setja okkur í spor annarra og vera opin fyrir því að við erum ekki öll eins, sem betur fer.

Ég gæti sagt margar sögur þar sem ég og við fjölskyldan höfum lent í lærdómsríkum og fyndnum uppákomum á okkar ferðalögum, bæði innanlands og erlendis, en ætla ekki að gera það núna.  Mig langar frekar að segja ykkur frá „syni okkar“ Daníel og dóttur okkar Svanhildi Sól.

Daníel er frá Lockport, Buffalo í New York fylki í Bandaríkjunum.  Hann er skiptinemi.  Hann hefur búið hjá okkur frá því um miðjan ágúst í fyrra og verður fram í miðjan júní á þessu ári.  Hann er 16 ára, verður 17 í mars.

Hann fer héðan reynslunni ríkari, tekur hluta af okkar menningu til síns heima og blandar við þeirra.  Hann mun aldrei gleyma þessu ári, segir sögur frá Austurlandi og Íslandi svo lengi sem hann lifir og örugglega heimsækir hann okkur og landið „sitt“ aftur og aftur, með vinum og fjölskyldu.  Við munum líka heimsækja hann og læra nýja hluti.
Picture
Regnbogagatan og Bláa kirkjan á Seyðisfirði
Picture
Yrðlingur á Mjóeyri við Eskifjörð
Picture
Rennt fyrir fisk
Svanhildur Sól verður 18 ára í febrúar og býr hjá dásamlegri fjölskyldu í Katalóníu.  Hún er líka skiptinemi.  Þar á hún „litla systur“ sem elskar hana.  Hún borðar hádegismat kl. 15:00 og kvöldverð kl. 21:00.  Hún fylgist með sjáfstæðisbaráttu Katalóna, átti „skrýtin“ jól og lærir katalónísku.  Í minningunni verður þetta allt hluti af stórkostlega þroskandi reynslu.

Þessir krakkar eru fyrirmyndir í sínu samfélagi, þau koma reynslunni ríkari heim, með fullt af mistökum og erfiðum uppákomum í reynslubankanum, þar sem þau fóru svo rækilega út fyrir þægindahringinn sinn í svo mörgu og stóðu á eigin fótum, voru ein í heiminum í smá stund.  Þau átta sig betur á veikleikum sínum og styrkleikum og kunna betur að meta það sem hversdagsleikinn færir þeim.  Þau eignast sjálf sig að betri vinum.
Picture
Leikur í skóginum
Picture
Svanhildur með katalónísku fjölskyldunni sinni
Picture
Mennskur turn
Við verðum líka reynslunni ríkari eftir þetta, við erum nefnilega ekki bara „fjölskylda“ þessa unga manns, heldur erum við einnig gestgjafar.  Við erum því fjölskyldugestgjafar og tökum því ábyrgðamikla hlutverki alvarlega og leggjum okkur fram við uppeldið sem og gestgjafahlutverkið.  Það opnar augu manns að útskýra menningu okkar, hefðir og sögu og sýna fallega náttúruna.  Við kunnum fyrir vikið svo mikið betur að meta það sem við eigum.

Af hverju er ég að segja ykkur þetta?  Vegna þess að mér finnst þetta skipta máli, að við séum góðir fjölskyldugestgjafar.  Allir sem heimsækja landið okkar ættu að fá það viðmót, hvort sem þeir dvelja hér í stuttan tíma eða langan.  Við leggjum okkur fram við það.

Að þessu sögðu langar mig að hvetja okkur öll til að víkka sjóndeildahringinn, læra að meta það sem við eigum, verða betri í dag en í gær, læra af reynslunni, fagna velgengni hvers annars og fjölbreytileika mannkynsins, leggja okkar að mörkum til samfélagsins, vera fjölskyldugestgjafar.  Það þarf heilt þorp til að ala upp barn.
Picture

​​Höfundur, Díana Mjöll Sveinsdóttir,

er framkvæmdastjóri Tanna Travel.

Picture
0 Comments



Leave a Reply.

Verið er að vinna í heimasíðu Tanna Travel um þessar mundir, ef þú rekst á eitthvað ósamræmi
eða finnur ekki einhverjar upplýsingar, hafðu þá samband við okkur!
Picture

Tanni ferðaþjónusta ehf 
​
| Strandgata 14 |735 Eskifjörður | ICELAND |
www.tannitravel.is | tannitravel@tannitravel.is 
| tel. +354-476-1399 | kt. 680593-2489
                                Tanni Travel hefur fullgild leyfi ferðamálastofu sem ferðaskrifstofa.

Picture

Picture
  • Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hólmanes
      • POP UP
    • Næturferðir >
      • Nóttin er ung - 3 ferðir
      • Stórurð
      • Blágil
      • Snæfell
    • Lengri ferðir >
      • Barðsnes, kvennaferð
      • Utanlandsferð 2023
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • Störf í boði
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun