LAUS STÖRF

BÍLSTJÓRI Í STARFSMANNAAKSTUR ALCOA


Tanni Travel óskar eftir bílstjórum. Um er að ræða starfsmannaakstur í álver Alcoa Fjarðaáls frá annars vegar frá Egilsstöðum og hins vegar frá Breiðdalsvík. Unnið er á vöktum, allt árið.

 

Helstu verkefni

  • Akstur til og frá álveri
  • Umsjón, þrif og umhirða bifreiða
  • Vinna samkvæmt umhverfis-, öryggis- og gæðastöðlum fyrirtækisins

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Aukin ökuréttindi D og réttindi til aksturs í atvinnuskyni (95)
  • Reynsla af akstri stórra ökutækja (kostur)
  • Hreint sakavottorð
  • Íslensku- eða enskukunnátta
  • Vilji til að vinna með okkur að umbótum og breytingum á verklagi ef þörf er á
  • Ábyrg vinnubrögð
  • Jákvætt viðmót og virðing í samskiptum

 

Áhugasöm eru hvött til að senda inn umsókn á: dianamjoll@tannitravel.is

 

Umsókn þarf að innihalda:

  • Akstursleið sem sótt er um (Breiðdalsvík eða Egilsstaðir)
  • Kynningarbréf
  • Ferilskrá

 

Umsóknarfrestur er til og með 16. desember 2025.

Upphafstími er 1. janúar 2026, en sveigjanleiki til umræðu ef þörf er á.

 

Nánari upplýsingar veitir Díana Mjöll í gegnum netfangið dianamjoll@tannitravel.is