
16. - 18. maí
Við fljúgum til Frankfurt í Þýskalandi.
Gistum fyrstu tvær næturnar á hótel Anker í Marktheidenfeld og skoðum okkur um í gullfallegu umhverfinu.
16. - 18. maí
Við fljúgum til Frankfurt í Þýskalandi.
Gistum fyrstu tvær næturnar á hótel Anker í Marktheidenfeld og skoðum okkur um í gullfallegu umhverfinu.

18. maí:
Við notum daginn til að keyra til Garmisch-Partenkirchen sem er syðst í Þýskalandi nálægt landamærum Austurríkis. Gistum í litlu nágrannaþorpi sem heitir Ettal á Klosterhotel Ettal
19. maí:
Í dag njótum við dagsins í Garmisch-Partenkirchen og heimsækjum Zugspitze, sem er hæsta fjall Þýskalands, 2.962 m.y.s.
20. maí:
Gerum dagsferð til Mittenwald sem er fallegur bær umkringdur háum fjöllum, þekktur fyrir fiðlugerð og hægt að heimsækja fiðlugerðarsafn.
Við notum daginn til að keyra til Garmisch-Partenkirchen sem er syðst í Þýskalandi nálægt landamærum Austurríkis. Gistum í litlu nágrannaþorpi sem heitir Ettal á Klosterhotel Ettal
19. maí:
Í dag njótum við dagsins í Garmisch-Partenkirchen og heimsækjum Zugspitze, sem er hæsta fjall Þýskalands, 2.962 m.y.s.
20. maí:
Gerum dagsferð til Mittenwald sem er fallegur bær umkringdur háum fjöllum, þekktur fyrir fiðlugerð og hægt að heimsækja fiðlugerðarsafn.
21. maí:
Ekið áfram suður á bóginn yfir Brennerskarð í Austurríki til Brixen (22000 íbúar) í Suður-Tíról á Ítalíu. Gist verður á Hótel Grüner Baum (Græna tréð) í 5 nætur.
22. maí
Farin verður farin dagsferð til Dólómítafjallgarðsins sem er einn þekktasti fjallgarður í Ölpunum. Hann er á heimsminjaskrá UNESCO. Farið verður með kláf upp á Pordojfjall sem er í um það bil 3000 metra hæð. Þaðan er stórkostlegt útsýni yfir ítölsku-, svissnesku- og austurrísku Alpana. Þá verður ekið fram hjá Rosengartentindum sem er á milli Fassadalsins og Tiersesdals. Mikil náttúrufegurð.
23. maí
Farið verður til alpabæjarins Sankt Ulrich (4700 íbúar) í Gardenadal (þýska: Grödnertal) sem er afar fallegur og þekktur fyrir útskurð í tré. Þarna fæddist Sigurður Dementz óperusöngvari og kennari, leikarinn Luis Trenker og popptónskáldið Giorgio Moroder. Farið verður með kláf upp á Seiseralm sem er hæsta hálendisslétta Evrópu. Hluti af kvikmynd Baltasar Kormáks „Everest“ (2015) var tekin upp á þessum slóðum.
24. maí
Í dag verður ekið til bæjarins Merano (40.000 íbúar) sem er gaman heimsækja. Þarna eru margar gamlar byggingar, þröngar götur og iðandi mannlíf. Borgin var áður höfuðborg Tíról, þekkt fyrir heilsulindir og heilsuhótel. Hér er milt og heilsusamlegt loftslag og frjósöm ávaxtahéruð allt í kring. Á leiðinni til baka til Brixen verður klaustrið Neustift heimsótt en að var stofnað á 12. öld. Þar er meðal annars falleg barokk kirkja og krossgangur í gotneskum stíl. Klaustrið á mikilvægustu vínekrur héraðsins og munum við fara í vínsmökkun í kjallara klaustursins.
25. maí
Í dag verður farið með kláfi upp á heimafjall Brixen sem heitir Plose (2542 metrar). Þaðan er afar gott útsýni yfir Eisackdalinn og Alpana. Boðið verður upp á létta göngu fyrir þá sem vilja í fallegu fjallaumhverfi. Þarna eru veitingastaðir fyrir þá sem vilja hressingu að göngu lokinni.
Frjáls dagur heima á hóteli fyrir þá sem vilja.
Ekið áfram suður á bóginn yfir Brennerskarð í Austurríki til Brixen (22000 íbúar) í Suður-Tíról á Ítalíu. Gist verður á Hótel Grüner Baum (Græna tréð) í 5 nætur.
22. maí
Farin verður farin dagsferð til Dólómítafjallgarðsins sem er einn þekktasti fjallgarður í Ölpunum. Hann er á heimsminjaskrá UNESCO. Farið verður með kláf upp á Pordojfjall sem er í um það bil 3000 metra hæð. Þaðan er stórkostlegt útsýni yfir ítölsku-, svissnesku- og austurrísku Alpana. Þá verður ekið fram hjá Rosengartentindum sem er á milli Fassadalsins og Tiersesdals. Mikil náttúrufegurð.
23. maí
Farið verður til alpabæjarins Sankt Ulrich (4700 íbúar) í Gardenadal (þýska: Grödnertal) sem er afar fallegur og þekktur fyrir útskurð í tré. Þarna fæddist Sigurður Dementz óperusöngvari og kennari, leikarinn Luis Trenker og popptónskáldið Giorgio Moroder. Farið verður með kláf upp á Seiseralm sem er hæsta hálendisslétta Evrópu. Hluti af kvikmynd Baltasar Kormáks „Everest“ (2015) var tekin upp á þessum slóðum.
24. maí
Í dag verður ekið til bæjarins Merano (40.000 íbúar) sem er gaman heimsækja. Þarna eru margar gamlar byggingar, þröngar götur og iðandi mannlíf. Borgin var áður höfuðborg Tíról, þekkt fyrir heilsulindir og heilsuhótel. Hér er milt og heilsusamlegt loftslag og frjósöm ávaxtahéruð allt í kring. Á leiðinni til baka til Brixen verður klaustrið Neustift heimsótt en að var stofnað á 12. öld. Þar er meðal annars falleg barokk kirkja og krossgangur í gotneskum stíl. Klaustrið á mikilvægustu vínekrur héraðsins og munum við fara í vínsmökkun í kjallara klaustursins.
25. maí
Í dag verður farið með kláfi upp á heimafjall Brixen sem heitir Plose (2542 metrar). Þaðan er afar gott útsýni yfir Eisackdalinn og Alpana. Boðið verður upp á létta göngu fyrir þá sem vilja í fallegu fjallaumhverfi. Þarna eru veitingastaðir fyrir þá sem vilja hressingu að göngu lokinni.
Frjáls dagur heima á hóteli fyrir þá sem vilja.

26. maí:
Í dag kveðjum við Brixen, kveðjum Ítalíu og höldum að Bodensee vatni. Þar ætlum við að vera í fjórar nætur og njóta náttúrufegurðarinnar. Bodensee vatn er stærsta vatn Þýskalands, 536 km2 og þriðja stærsta vatn Mið-Evrópu. Náttúruverndarsvæði eru allmörg í kringum vatnið, einkum við árósa.
Gist í Friedrichshafen á Plaza Hotel Föhr.
27. maí:
Í dag heimsækum við litla bæi við vatnið, förum í siglingu og njótum þess að vera til.
28. maí:
Frjáls dagur. Þeir sem vilja ekki vera einir á ferð geta fylgt fararstjóranum.
29. maí:
Við heimsækjum blómaeyjuna Mainau, sem er einn af mest heimsóttu stöðum við vatnið. Þar blómstar allt árið og aldagömul tré standa sína vakt, þar á meðal linditré sem stórhertoginn í Bæjaralandi, Friedrich I, gróðursetti í tilefni fæðingar dóttur sinnar, prinsessu Viktoríu, árið 1862, síðar Svíþjóðardrottningu, er hún giftist Gústaf V, Svíþjóðarkonungi.
Dagur á blómaeyjunni er ógleymanlegur.
30. maí:
Við kveðjum Bodensee og höldum til flugvallarins í Frankfurt. Heimflugið er kl. 20:45, þannig að við höfum daginn til að komast þangað.
Lendum á flugvellinum á Egilsstöðum kl. 23:55 að kvöldi 30. maí.
VERÐ: 432.900 kr. á mann í tveggja manna herbergi.
Aukagjald fyrir einbýli kr. 43.000,-
Þeir sem ekki ferðast með ferðafélaga, þurfa að greiða fyrir eins manns herbergi.
Staðfestingargjald skal greiðast við bókun. Ef bókað er fyrir 10. nóvember þá er verð ferðar 425.900,- á mann í tveggja manna herbergi.
Staðfestingargjald er 45.000 kr. og er óafturkræft.
50% af verði ferðar þarf að greiða fyrir 12. janúar 2023
100% af verði ferðar þarf að greiða fyrir 12. mars 2023
VINSAMLEGAST KYNNIÐ YKKUR FERÐASKILMÁLA OKKAR.
Innifalið:
Ekki innifalið:
Fararstjóri verður Margrét Óskarsdóttir og leiðsögukona Sigurbjörg Árnadóttir.
Upplýsingar og bókanir í síma 476-1399 eða í tölvupósti.
Í dag kveðjum við Brixen, kveðjum Ítalíu og höldum að Bodensee vatni. Þar ætlum við að vera í fjórar nætur og njóta náttúrufegurðarinnar. Bodensee vatn er stærsta vatn Þýskalands, 536 km2 og þriðja stærsta vatn Mið-Evrópu. Náttúruverndarsvæði eru allmörg í kringum vatnið, einkum við árósa.
Gist í Friedrichshafen á Plaza Hotel Föhr.
27. maí:
Í dag heimsækum við litla bæi við vatnið, förum í siglingu og njótum þess að vera til.
28. maí:
Frjáls dagur. Þeir sem vilja ekki vera einir á ferð geta fylgt fararstjóranum.
29. maí:
Við heimsækjum blómaeyjuna Mainau, sem er einn af mest heimsóttu stöðum við vatnið. Þar blómstar allt árið og aldagömul tré standa sína vakt, þar á meðal linditré sem stórhertoginn í Bæjaralandi, Friedrich I, gróðursetti í tilefni fæðingar dóttur sinnar, prinsessu Viktoríu, árið 1862, síðar Svíþjóðardrottningu, er hún giftist Gústaf V, Svíþjóðarkonungi.
Dagur á blómaeyjunni er ógleymanlegur.
30. maí:
Við kveðjum Bodensee og höldum til flugvallarins í Frankfurt. Heimflugið er kl. 20:45, þannig að við höfum daginn til að komast þangað.
Lendum á flugvellinum á Egilsstöðum kl. 23:55 að kvöldi 30. maí.
VERÐ: 432.900 kr. á mann í tveggja manna herbergi.
Aukagjald fyrir einbýli kr. 43.000,-
Þeir sem ekki ferðast með ferðafélaga, þurfa að greiða fyrir eins manns herbergi.
Staðfestingargjald skal greiðast við bókun. Ef bókað er fyrir 10. nóvember þá er verð ferðar 425.900,- á mann í tveggja manna herbergi.
Staðfestingargjald er 45.000 kr. og er óafturkræft.
50% af verði ferðar þarf að greiða fyrir 12. janúar 2023
100% af verði ferðar þarf að greiða fyrir 12. mars 2023
VINSAMLEGAST KYNNIÐ YKKUR FERÐASKILMÁLA OKKAR.
Innifalið:
- Flug með Condor, til og frá Egilsstöðum og flugvallarskattar.
- Gisting í 14 nætur í 2ja manna herbergjum með baði.
- Morgunverður alla daga.
- 11 kvöldverðir (ekki 17. maí, ekki 28. og 30. maí)
- Allur akstur erlendis, íslensk fararstjórn og leiðsögn.
Ekki innifalið:
- Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
- Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll.
- Siglingar og vínsmökkun.
- Hádegisverðir.
- 3 kvöldverðir
- Þjórfé.
Fararstjóri verður Margrét Óskarsdóttir og leiðsögukona Sigurbjörg Árnadóttir.
Upplýsingar og bókanir í síma 476-1399 eða í tölvupósti.