Unnið í samstarfi við Nonna Travel á Akureyri
vínekrur og ævintýrakastalar
8 dagar / 7 nætur: 22. ágúst – 29. ágúst 2017
Fararstjóri: Anna Þóra Jónsdóttir
Stórfengleg náttúra, kirkjur og heillandi kastalar, vínræktarhéruð og frjósamir akrar.
Slóvenía er land sem hefur mikla sögu og hefur hún varðveitt í gegnum tímana rás þar sem fornminjar njóta sín í fallegu umhverfi. Stórfengleg náttúra, kirkjur og heillandi kastalar, vínræktarhéruð og frjósamir akrar í suðaustri med heitum lindum og ölkelduvatni sem nýtt hefur verið í heilsubaðhúsum í aldanna rás. En þar ætlum við einmitt ad dvelja fyrstu 6 daga með Önnu Þóru Jónsdóttur sem bjó og starfaði sem vínbóndi í Zavrč í Haloze héraðinu á árunum 1993-95 og er því vel kunnug á þessum slóðum. Ferð þessi er öllum til gleði og ánægju sem hafa áhuga á ferð með ævintýrablæ. Auk þess verður skroppið yfir landamærin til Króatíu og skoðaðir áhugaverðir staðir í næsta nágrenni. Einnig verður farið í dagsferð til Zagreb höfuðborgar Króatíu. Síðan ljúkum við dvöl okkar með 2 nóttum í yndislegu Ljubljana höfuðborg Slóveníu.
Ferðatilhögun:
22. ágúst:
Brottför er kl: 09:00 frá Akureyrarflugvelli og lent kl. 14:55 að staðartíma á Brnik flugvelli við Ljubljana, höfuðborg Slóveníu. Flugtími er rúmar 4 klst. Frá flugvellinum liggur leiðin í austurátt og meðal annars meðfram humlaökrum til Žalec og höldum við í leit að svokölluðum “Brunni græna gullins” sem nýlega er búið að opna þar. Græna gullið vísar til humla sem bjórinn inniheldur. Ekið áfram til Ptuj þar sem gist verður á Hótel Primus - heilsubaðhótel í þessari elstu borg Slóveníu. Aksturinn tekur um þrjá klukkutíma með stoppum. Hér verður dvalið næstu 4 nætur.
23. ágúst:
Um 10-leytið er gengið yfir í gömlu borgina Ptuj þar sem skoðaðar verða minjar frá tímum Rómverja, Ptuj kastali og Ptuj vínkjallari sem er sá elsti í Evrópu. Um kl 13:00 verður farið til vínræktarhéraðsins Haloze og bragðað á víni hjá bónda sem er með stóra vínekru sunnan við ána Drava ásamt nútíma vínkjallara. Einnig verður snæddur hádegisverður að slóvenskum sveitasið og loks fræðst um vínframleiðslu. Síðan er ekið hinum megin við ána um frjósama akra Štajerska svæðisins og til næsta vínræktarhéraðs – Jeruzalem. Þar var fyrsta vínekra Rómverja á svæðinu. Nafnið Jeruzalem vísar til riddarareglu krossfara sem fékk landið að gjöf á 13.öld og komu riddararnir einnig með altaristöflu í kapellu þess tíma á leið sinni frá landinu helga. Kapellunni var síðar breytt í Maríukirkju snemma á barokktímabílinu. Eftir fagrar lendur Jeruzalem er haldið heim á hótel og kannski litið inn á sveitakrá í leiðinni. Komið til baka á hótelið um 18-leytið.
24. ágúst:
Brottför um 11-leytið til Zavrč-hreppsins í Haloze sem liggur á bökkum Dravaár við landamæri Slóveníu og Króatíu. Farið í gegnum hlaðið hjá Borl kastala sem tengist frásögnum um leit að hinum heilaga kaleik. Síðan er farið í gegnum „Töfraskóginn“ upp á Veliki vrh (Stóra hæð) en þaðan er víðsýnt til fjögurra landa yfir fagrar vínbrekkur. Við tökum léttan göngutúr þar og hvílum okkur svo á Švabovo kránni þar sem bíður okkar léttmeti. Þaðan keyrum við til Turški vrh (Tyrkjabrekku) sem dregur nafn sitt af ömmu Ottoman soldáns en hann herjaði þarna um sveitir á 16. öld en hún mun grafin þar undir stórri hellu ásamt gulli sínu. Sagan hér er mikil bæði að fornu og nýju. Við förum í u.þ.b. tveggja tíma göngutúr um Turški vrh með óvæntu stoppi og endum svo á sveitakrá þar sem boðið verður upp á grillmat. Komið seinnipartinn aftur á hótelið og kvöldið er frjálst.
25. ágúst:
Þennan morgun er ekið til Króatíu þar sem Trakošćan kastali tekur á móti okkur í allri sinni dýrð. Kastalinn er frá 13. öld og var fyrst reistur sem varðstöð á leiðinni milli Ptuj og Bednja dalsins. Hann hefur verið mikið endurnýjaður og núverandi útlit hans er frá 19. öld. Eftir hádegisstopp á veitingahúsi verður haldið áfram til Lepoglava bæjar sem er frægur fyrir kniplaða dúka en þessi tegund handverks á rætur sínar að rekja til miðalda og er á verndarlista UNESCO. Þá er farið á slóðir fornmenningar en í Krapina sem er rétt hjá er safn um Neandertalsmanninn. Í jörðinni þarna hafa fundist miklar minjar um hann, meðal annars um 900 mannabein af fólki sem lést á aldrinum 2ja - 40 ára.
Komið til Zagreb um kl. 15:30 og þar getur hópurinn átt skemmtilegan frjálsan tíma innan um gömul stræti með heillandi smábúðum og t.d. við að skoða margrómaða dómkirkju. Hún hefur að geyma fimm altaristöflur og er undir vernd UNESCO. Þar er einnig minnisvarði um frægan erkibiskup úr seinni heimstyrjöldinni - Alojzije Stepinac - er var duglegur að hjálpa Gyðingum. Borgin yfirgefin um kl. 20:00 og komið á hótelið eftir um klst. akstur. Aldrei að vita nema skroppið verði á sveitaball um kvöldið!
26. ágúst:
Þessi frábæra borg Ptuj er kvödd og leið okkar liggur á næsta heilsulindahótel. Ptujska Gora þorpið er okkar fyrsta stopp og þar verður skoðuð fallegasta kirkja Slóveníu sem er frá 14.öld. Á altarinu er frægt líkneski af Maríu mey og er kirkjan vinsæll pílagrímastaður. Þaðan er haldið til Štatenberg, gamals kastala sem oft var viðkomustaður Franz Jósefs Austurríkiskeisara og fylgdarliðs hans á leiðinni til Rogaška Slatina en við erum einmitt sjálf að ferðast um gamlar Habsborgaraslóðir. Þar stoppum við til að snæða hádegisverð og skoða skemmtilega hluti. Áfram höldum við svo til Rogaška Slatina sem er elsti og virtasti heilsulindabærinn í Slóveníu, en vatnið þar inniheldur mikið magnesíum og hefur verið notað til lækninga. Þar er líka flottasta kristalsverksmiðjan á öllu Balkansvæðinu ásamt glervinnslu. Okkur gefst kostur á að líta á ýmsar gersemar og versla. Í þessari borg sem nefnist á íslensku “Ölkelda” á Pegasus að hafa stigið niður fæti og er til minnisvarði um það. Þessa nótt verður gist í Rogaška Slatina á GH Sava en þar er rétt búið að opna glæsilegt nýtt spa sem einhverjir vilja kannski prófa - ATH: Hér er kvöldverður innifalinn!
27. ágúst:
Um 10-leytið verður lagt af stað til Kumrovec - fæðingarstaðar Títo fyrrum forseta Júgóslavíu. Þorpið er að hluta til mjög athyglisvert minjasafn sem samanstendur af stórri húsaþyrpingu frá aldamótum 1900 sem allri er vel viðhaldið. Þá er haldið til eins glæsilegasta kastala Slóveníu - Brežice kastala - sem er frá 1249 en þar var lúxus búseta á barokktímanum. Safnið hefur verið opið frá 1949. Þaðan förum við til klaustursins Pleterje, sem er frá árinu 1407. Munkarnir rækta ávexti og hunang á 30 hekturum lands og gera einstakan snafs – perubrennivín. Matarhlé verður á góðum stað á svæðinu! Loks er stefnan tekin á Ljubljana þar sem gist er á Hotel Park síðustu tvær næturnar.
28. ágúst:
Frjáls dagur í Ljubljana. Ef einhverjir vilja komast í verslanir er þær að finna í miðborginni en einnig er BTC verslunarmiðstöðin í útjaðri borgarinnar og þangað er hægt að taka leigubíl. Hér er tækifæri til að líta á enn einn kastalann í ferðinni – Ljubljana kastala á hæðinni fyrir ofan gamla miðbæinn. Þangað liggur stutt gönguleið en einnig er hægt að komast upp bratta brekkuna með vagni á teinum (funicular). Þaðan er glæsilegt útsýni yfir borgina og til Alpafjallana.
Ef áhugi er fyrir því að nota þennan dag til að skoða meira af Slóveníu eins og t.d. að fara til Bled eða í Postojna dropasteinshellana mun fararstjóri aðstoða við bókanir í slíkar ferðir. Þetta þarf þó að athuga daginn áður þar sem brottfarir eru gjarnan að morgni.
29. ágúst:
Morguninn frjáls, en brottför flugsins til Akureyrar er kl. 16:05 þar sem verður lent kl.18:20 síðdegis.
Innifalið:
- Flug Akureyri-Ljubljana ásamt flugvallarsköttum
- Akstur samkvæmt ferðaplani
- Gisting í tveggja manna herbergi með baði í 7 nætur, með morgunverði
- 1x kvöldverður (á GH Sava í Rogaska)
- Vínsmökkun 23.8 og 24.8
- Hádegisverður og grillmatur 23.8 pg 24.8
- Aðgangur að Ptuj-,Trakošćan-, Statenberg-og Brežice kastölum, knipplinga-, Krapina-, Rogaška og Tito-söfnum og Pleterje-klaustri
- Íslensk fararstjórn
Verð: Kr. 211.900,- pr. mann í tveggja manna herbergi miðað við þátttöku minnst 25 farþega.
Viðbót vegna gistingar í eins manns herbergi er Kr. 23.400,-
Staðfestingargjald er 50.000 og greiðist við bókun.
(Verð miðast við gengi 15.3.2017)
*Ferðatilhögun er með fyrirvara um lítilsháttarbreytingar sem munu þó ekki hafa áhrif á gæði ferðarinnar.
Fararstjóri: Anna Þóra Jónsdóttir
Stórfengleg náttúra, kirkjur og heillandi kastalar, vínræktarhéruð og frjósamir akrar.
Slóvenía er land sem hefur mikla sögu og hefur hún varðveitt í gegnum tímana rás þar sem fornminjar njóta sín í fallegu umhverfi. Stórfengleg náttúra, kirkjur og heillandi kastalar, vínræktarhéruð og frjósamir akrar í suðaustri med heitum lindum og ölkelduvatni sem nýtt hefur verið í heilsubaðhúsum í aldanna rás. En þar ætlum við einmitt ad dvelja fyrstu 6 daga með Önnu Þóru Jónsdóttur sem bjó og starfaði sem vínbóndi í Zavrč í Haloze héraðinu á árunum 1993-95 og er því vel kunnug á þessum slóðum. Ferð þessi er öllum til gleði og ánægju sem hafa áhuga á ferð með ævintýrablæ. Auk þess verður skroppið yfir landamærin til Króatíu og skoðaðir áhugaverðir staðir í næsta nágrenni. Einnig verður farið í dagsferð til Zagreb höfuðborgar Króatíu. Síðan ljúkum við dvöl okkar með 2 nóttum í yndislegu Ljubljana höfuðborg Slóveníu.
Ferðatilhögun:
22. ágúst:
Brottför er kl: 09:00 frá Akureyrarflugvelli og lent kl. 14:55 að staðartíma á Brnik flugvelli við Ljubljana, höfuðborg Slóveníu. Flugtími er rúmar 4 klst. Frá flugvellinum liggur leiðin í austurátt og meðal annars meðfram humlaökrum til Žalec og höldum við í leit að svokölluðum “Brunni græna gullins” sem nýlega er búið að opna þar. Græna gullið vísar til humla sem bjórinn inniheldur. Ekið áfram til Ptuj þar sem gist verður á Hótel Primus - heilsubaðhótel í þessari elstu borg Slóveníu. Aksturinn tekur um þrjá klukkutíma með stoppum. Hér verður dvalið næstu 4 nætur.
23. ágúst:
Um 10-leytið er gengið yfir í gömlu borgina Ptuj þar sem skoðaðar verða minjar frá tímum Rómverja, Ptuj kastali og Ptuj vínkjallari sem er sá elsti í Evrópu. Um kl 13:00 verður farið til vínræktarhéraðsins Haloze og bragðað á víni hjá bónda sem er með stóra vínekru sunnan við ána Drava ásamt nútíma vínkjallara. Einnig verður snæddur hádegisverður að slóvenskum sveitasið og loks fræðst um vínframleiðslu. Síðan er ekið hinum megin við ána um frjósama akra Štajerska svæðisins og til næsta vínræktarhéraðs – Jeruzalem. Þar var fyrsta vínekra Rómverja á svæðinu. Nafnið Jeruzalem vísar til riddarareglu krossfara sem fékk landið að gjöf á 13.öld og komu riddararnir einnig með altaristöflu í kapellu þess tíma á leið sinni frá landinu helga. Kapellunni var síðar breytt í Maríukirkju snemma á barokktímabílinu. Eftir fagrar lendur Jeruzalem er haldið heim á hótel og kannski litið inn á sveitakrá í leiðinni. Komið til baka á hótelið um 18-leytið.
24. ágúst:
Brottför um 11-leytið til Zavrč-hreppsins í Haloze sem liggur á bökkum Dravaár við landamæri Slóveníu og Króatíu. Farið í gegnum hlaðið hjá Borl kastala sem tengist frásögnum um leit að hinum heilaga kaleik. Síðan er farið í gegnum „Töfraskóginn“ upp á Veliki vrh (Stóra hæð) en þaðan er víðsýnt til fjögurra landa yfir fagrar vínbrekkur. Við tökum léttan göngutúr þar og hvílum okkur svo á Švabovo kránni þar sem bíður okkar léttmeti. Þaðan keyrum við til Turški vrh (Tyrkjabrekku) sem dregur nafn sitt af ömmu Ottoman soldáns en hann herjaði þarna um sveitir á 16. öld en hún mun grafin þar undir stórri hellu ásamt gulli sínu. Sagan hér er mikil bæði að fornu og nýju. Við förum í u.þ.b. tveggja tíma göngutúr um Turški vrh með óvæntu stoppi og endum svo á sveitakrá þar sem boðið verður upp á grillmat. Komið seinnipartinn aftur á hótelið og kvöldið er frjálst.
25. ágúst:
Þennan morgun er ekið til Króatíu þar sem Trakošćan kastali tekur á móti okkur í allri sinni dýrð. Kastalinn er frá 13. öld og var fyrst reistur sem varðstöð á leiðinni milli Ptuj og Bednja dalsins. Hann hefur verið mikið endurnýjaður og núverandi útlit hans er frá 19. öld. Eftir hádegisstopp á veitingahúsi verður haldið áfram til Lepoglava bæjar sem er frægur fyrir kniplaða dúka en þessi tegund handverks á rætur sínar að rekja til miðalda og er á verndarlista UNESCO. Þá er farið á slóðir fornmenningar en í Krapina sem er rétt hjá er safn um Neandertalsmanninn. Í jörðinni þarna hafa fundist miklar minjar um hann, meðal annars um 900 mannabein af fólki sem lést á aldrinum 2ja - 40 ára.
Komið til Zagreb um kl. 15:30 og þar getur hópurinn átt skemmtilegan frjálsan tíma innan um gömul stræti með heillandi smábúðum og t.d. við að skoða margrómaða dómkirkju. Hún hefur að geyma fimm altaristöflur og er undir vernd UNESCO. Þar er einnig minnisvarði um frægan erkibiskup úr seinni heimstyrjöldinni - Alojzije Stepinac - er var duglegur að hjálpa Gyðingum. Borgin yfirgefin um kl. 20:00 og komið á hótelið eftir um klst. akstur. Aldrei að vita nema skroppið verði á sveitaball um kvöldið!
26. ágúst:
Þessi frábæra borg Ptuj er kvödd og leið okkar liggur á næsta heilsulindahótel. Ptujska Gora þorpið er okkar fyrsta stopp og þar verður skoðuð fallegasta kirkja Slóveníu sem er frá 14.öld. Á altarinu er frægt líkneski af Maríu mey og er kirkjan vinsæll pílagrímastaður. Þaðan er haldið til Štatenberg, gamals kastala sem oft var viðkomustaður Franz Jósefs Austurríkiskeisara og fylgdarliðs hans á leiðinni til Rogaška Slatina en við erum einmitt sjálf að ferðast um gamlar Habsborgaraslóðir. Þar stoppum við til að snæða hádegisverð og skoða skemmtilega hluti. Áfram höldum við svo til Rogaška Slatina sem er elsti og virtasti heilsulindabærinn í Slóveníu, en vatnið þar inniheldur mikið magnesíum og hefur verið notað til lækninga. Þar er líka flottasta kristalsverksmiðjan á öllu Balkansvæðinu ásamt glervinnslu. Okkur gefst kostur á að líta á ýmsar gersemar og versla. Í þessari borg sem nefnist á íslensku “Ölkelda” á Pegasus að hafa stigið niður fæti og er til minnisvarði um það. Þessa nótt verður gist í Rogaška Slatina á GH Sava en þar er rétt búið að opna glæsilegt nýtt spa sem einhverjir vilja kannski prófa - ATH: Hér er kvöldverður innifalinn!
27. ágúst:
Um 10-leytið verður lagt af stað til Kumrovec - fæðingarstaðar Títo fyrrum forseta Júgóslavíu. Þorpið er að hluta til mjög athyglisvert minjasafn sem samanstendur af stórri húsaþyrpingu frá aldamótum 1900 sem allri er vel viðhaldið. Þá er haldið til eins glæsilegasta kastala Slóveníu - Brežice kastala - sem er frá 1249 en þar var lúxus búseta á barokktímanum. Safnið hefur verið opið frá 1949. Þaðan förum við til klaustursins Pleterje, sem er frá árinu 1407. Munkarnir rækta ávexti og hunang á 30 hekturum lands og gera einstakan snafs – perubrennivín. Matarhlé verður á góðum stað á svæðinu! Loks er stefnan tekin á Ljubljana þar sem gist er á Hotel Park síðustu tvær næturnar.
28. ágúst:
Frjáls dagur í Ljubljana. Ef einhverjir vilja komast í verslanir er þær að finna í miðborginni en einnig er BTC verslunarmiðstöðin í útjaðri borgarinnar og þangað er hægt að taka leigubíl. Hér er tækifæri til að líta á enn einn kastalann í ferðinni – Ljubljana kastala á hæðinni fyrir ofan gamla miðbæinn. Þangað liggur stutt gönguleið en einnig er hægt að komast upp bratta brekkuna með vagni á teinum (funicular). Þaðan er glæsilegt útsýni yfir borgina og til Alpafjallana.
Ef áhugi er fyrir því að nota þennan dag til að skoða meira af Slóveníu eins og t.d. að fara til Bled eða í Postojna dropasteinshellana mun fararstjóri aðstoða við bókanir í slíkar ferðir. Þetta þarf þó að athuga daginn áður þar sem brottfarir eru gjarnan að morgni.
29. ágúst:
Morguninn frjáls, en brottför flugsins til Akureyrar er kl. 16:05 þar sem verður lent kl.18:20 síðdegis.
Innifalið:
- Flug Akureyri-Ljubljana ásamt flugvallarsköttum
- Akstur samkvæmt ferðaplani
- Gisting í tveggja manna herbergi með baði í 7 nætur, með morgunverði
- 1x kvöldverður (á GH Sava í Rogaska)
- Vínsmökkun 23.8 og 24.8
- Hádegisverður og grillmatur 23.8 pg 24.8
- Aðgangur að Ptuj-,Trakošćan-, Statenberg-og Brežice kastölum, knipplinga-, Krapina-, Rogaška og Tito-söfnum og Pleterje-klaustri
- Íslensk fararstjórn
Verð: Kr. 211.900,- pr. mann í tveggja manna herbergi miðað við þátttöku minnst 25 farþega.
Viðbót vegna gistingar í eins manns herbergi er Kr. 23.400,-
Staðfestingargjald er 50.000 og greiðist við bókun.
(Verð miðast við gengi 15.3.2017)
*Ferðatilhögun er með fyrirvara um lítilsháttarbreytingar sem munu þó ekki hafa áhrif á gæði ferðarinnar.
Nánari upplýsingar í síma 476-1399 eða á netfanginu asgeir@tannitravel.is