• Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hálendisferðin
      • Hólmanes
      • Vöðlavík
      • POP UP
    • Lengri ferðir >
      • Nóttin er ung I
      • Í faðmi náttúrunnar - kvennaferð
      • Utanlandsferð 2023
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun
TANNI TRAVEL
  • Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hálendisferðin
      • Hólmanes
      • Vöðlavík
      • POP UP
    • Lengri ferðir >
      • Nóttin er ung I
      • Í faðmi náttúrunnar - kvennaferð
      • Utanlandsferð 2023
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun

- Sólstöðuferð -
Nóttin er ung
18. - 21. júní 2022

Bóka ferð

N Ú   S N Ú U M   V I Ð
S Ó L A R H R I N G N U M   V I Ð !

Við göngum á nóttunni og sofum á daginn..... eða part úr degi.

Í þessari ferð njótum við náttúrunnar og víðernis, allt að því alein í heiminum.  Við heimsækjum einar helstu gönguperlur Austurlands, Stórurð, Vaðlavík og Snæfellið sjálft og það á sumarsólstöðum með engum öðrum en hinum landsfræga fjallaleiðsögumanni Skúla Júlíussyni.
​
Gist verður á Borgarfirði eystri og á Eskifirði

Nánari upplýsingar í tölvupósti eða í síma 476-1399, milli 10:00 og 12:00, alla virka daga.
  • Lýsing á ferð
  • Verð og skráning
  • Innifalið
  • Pökkunarlisti
  • Leiðsögumaður
<
>
  • Nótt 1
  • Nótt 2
  • Nótt 3
<
>
Laugardagurinn 18. júní
Ferðin hefst kl. 21:00 á Egilsstöðum og hópnum ekið að upphafi gönguleiðar í Stórurð.  Stórurð er ein mikilfenglegasta náttúrusmíð á Íslandi og kúrir í faðmi Dyrfjalla. Í urðinni er einstök náttúra, sléttir grasbalar, hrikalegir grjótruðningar, steinblokkir, sumar tugir metra á hæð, fagrar tjarnir og sérstakur gróður. Ganga í Stórurð er einstök upplifun.

Að morgni laugardags, við lok göngu, er hópurinn sóttur og ekið á Borgarfjörð Eystri þar sem morgunmatur bíður.  Gist á Blábjörgum í uppábúnum rúmum með sameiginlegu baði.

Sunnudagurinn 19. júní
Þegar fólk hefur sofið mestu ferðaþreytuna úr sér er tilvalið að fara í Musteri SPA og njóta fegurðar Borgarfjarðar Eystri.  Jafnvel má leigja sér hjól og hjóla út í Hafnarhólmann og skoða lundabyggðina, nú eða kíkja á KHB Brugghús, þar sem bruggaður er handverksbjór, landi og gin, ganga á Álfaborgina, skoða kirkjuna eða bara njóta mannlífsins.

Ekið til Eskifjarðar seinnipart dags og tékkað inn á Hótel Eskifjörð.

Hækkun:  450 m.

Fjöldi km:  14
Erfiðleikastig ferðar: 3/5
Sunnudagurinn 19. júní
Ekið frá Eskifirði út á Karlsskála kl. 21:00, þar sem við byrjum gönguna fyrir Krossanes og til Vaðlavíkur. Við göngum frá Karlsskála um samnefndar skriður og uppá í Valahjalla þar sem er að finna brak úr þýskri herflugvél sem fórst í Sauðatindi í maí 1940.  Þar eru einnig stórbrotin ummerki eftir mikið berghlaup úr tindinum frá árinu 2014.  Gengar eru Krossanesskriður og loks Kirkjubólsskriður til Vaðlavíkur.

Vaðlavík er paradís heimamanna og vinsælt að fá sér bíltúr í þessa eyðivík, verja deginum á svörtum sandinum og njóta náttúrunnar.

Kannski muna einhverjir eftir því frækna björgunarafreki í Vaðlavík frá árinu 1994, þegar tókst að bjarga sex skipverjum af brúarþaki Goðans við afar erfiðar aðstæður með aðstoð tveggja þyrlna frá bandaríska sjóhernum.

Hópurinn sóttur að morgni að  bænum Kirkjubóli og ekið á Eskifjörð þar sem morgunverður bíður.

Mánudagurinn 20. júní

Eftir morgunverð sofum við úr okkur ferðaþreytuna á Hótel Eskifirði.  Frábær sundlaug er á Eskfirði og gott að láta ferðaþreytuna líða úr sér og njóta fjallanna í leiðinni eða fá sér léttan gönguferð um bæinn, kíkja á Sjóminjasafnið eða í Randulffssjóhús og njóta sögunnar og veitinga þar.

Við keyrum til Egilsstaða seinnipart dags þar sem gefst kostur á að heimsækja VÖK Baths og fá sér góðan kvöldverð áður en við höldum á hátindinn, Snæfell. 

Hækkun:   410 m.

Fjöldi km:  17
Erfiðleikastig ferðar:  3/5
Mánudagurinn 20. júní
Við leggjum af stað frá Egilsstöðum kl. 21:00 og ökum inn Vellina og Fljótsdalinn um Fljótsdalsheiði fram hjá Snæfellsskála að upphafi gönguleiðar á ​konung íslenskra fjalla, hæsta fjall utan jökla á Íslandi, 1.833 m.y.s., Snæfell.

Aðal gönguleiðin hefst skammt innan við Snæfellsskála og er leiðin stikuð upp undir jökulhettuna. Leiðin hentar flestu fjallgöngufólki og skiptast á brattir og þægilegri kaflar. Útsýnið af toppi Snæfells er erfitt að toppa.

Á leiðinni til baka er komið við í Laugarfelli, þar sem við fáum morgunverð og dýfum okkur í dásamlegar náttúrulaugar með útsýni á fjallið sem við vorum að toppa.

Við gerum ráð fyrir að enda þessa frábæru næturferð á Egilsstöðum um kl. 11:00 að morgni mánudagsins 21. júní.


​Hækkun:  1.030 m.
Fjöldi km:  14
Erfiðleikastig ferðar:  3/5
Mjög vel bókað er í ferðir, það gæti verið uppselt þegar þú sendir inn þína skráningu!  Láttu samt á það reyna :-)
Engin greiðsla er tekin á þessu stigi!
    Merktu við að neðan það sem á við þínar óskir.
    VÖK Baths, fullt verð 5.500 kr., sérverð fyrir viðskiptavini Tanna Travel með því að bóka með afsláttarkóðanum Tanni10.
    Aukagjald náttúrulaugar Laugarfell, 1500 kr. pr. mann

    1 stök ganga:  11.500 kr.
    2 stakar göngur:  21.000 kr.
    3 stakar göngur:  28.500 kr.

    Aukagjald fyrir stakan morgunverð 2200 kr.

    ​Aukagjald fyrir baðferð í Laugarfelli 1500 kr.

Submit
Allur pakkinn:
Akstur frá Egilsstöðum á fyrsta kvöldi og allan tímann á meðan ferð stendur.
Gisting á Blábjörgum í uppábúnum rúmum með sameiginlegu baði.
Gisting á Hótel Eskifirði í uppábúnum rúmum með baði.
3x morgunverður
Allar göngur og fjallaleiðsögn

Stakar ferðir:
Fjallaleiðsögn, akstur til og frá upphafsstað.

Pökkunarlisti fyrir göngur

Göngufatnaður:
  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Nærf​öt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Stuttermabolur
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í bakpokanum:
  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og/eða GPS tæki (sé þekking til staðar)
  • Gott smurt nesti fyrir nóttina
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Vasahnífur
  • Sólgleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, sótthreinsiklútar/gel og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
  • góða skapið og kannski eitthvað fleira sem þér þykir ómissandi!

Öðrum farangri, sem fylgir ekki gönguferðunum, verður að sjálfsögðu ekið á milli staða fyrir hópinn.

Picture
Skúli Júlíusson hefur starfað sem fjallaleiðsögumaður á Austurlandi frá árinu 2009.  Hann er höfundur bókanna "101 Austurland - Tindar og toppar" og "101 Austurland - Gönguleiðir fyrir alla".

Hann hefur klifið hundruði fjalla á Íslandi.

Skúli byrjaði ungur að klífa fjöll og stunda útivist með fjölskyldu sinni og honum líður hvergi betur en úti í náttúrunni.





Verið er að vinna í heimasíðu Tanna Travel um þessar mundir, ef þú rekst á eitthvað ósamræmi
eða finnur ekki einhverjar upplýsingar, hafðu þá samband við okkur!
Picture

Tanni ferðaþjónusta ehf 
​
| Strandgata 14 |735 Eskifjörður | ICELAND |
www.tannitravel.is | tannitravel@tannitravel.is 
| tel. +354-476-1399 | kt. 680593-2489
                                Tanni Travel hefur fullgild leyfi ferðamálastofu sem ferðaskrifstofa.

Picture

Picture
  • Heim
  • Um okkur
    • Sagan
    • Bílar
    • Starfsmenn >
      • Minning - Sveinn Sigurbjarnarson
    • Stefnur Tanna Travel
    • Markmið
    • Persónuverndaryfirlýsing
  • Ferðir
    • Dagsferðir >
      • Stuðlagil og Vök
      • Hálendisferðin
      • Hólmanes
      • Vöðlavík
      • POP UP
    • Lengri ferðir >
      • Nóttin er ung I
      • Í faðmi náttúrunnar - kvennaferð
      • Utanlandsferð 2023
    • Ferðaskilmálar
  • Bloggið
  • In English
  • Sign in
    • Starfsmannahandbók
    • Öryggisáætlun