Ferðin
Að hverfa frá amstri hversdagsins, stinga sér út í dásamlega náttúruna, gleyma stund og stað, finna lyktina af mosanum og næra sína innri konu er það sem við viljum upplifa í þessari ferð. Við leggjum áherslu á að njóta fremur en að þjóta enda náttúrufegðurð svæðisins engu lík, áherslan á nærandi útivist, lífsgleði og samveru. Dagur 1 Mæting við Safnahúsið í Neskaupstað kl. 10:00, farið með rútu í Grænanes, þar sem gangan byrjar. Við göngum fyrir Hellisfjarðarmúla og inn Hellisfjörð. Nærandi stund í fjörunni í Hellisfirði, náttúru ígrundun og kakóbolli, hægt að skella sér í sjóinn ef veður leyfir. Gengið fyrir Viðfjarðarnes og inn Viðfjörð. Náttúrustund og slökun við varðeld í fjörunni. Gist í Viðfjarðarbænum. Þægileg gönguleið en vaða þarf Hellisfjarðarós. Hækkun: 500 m. Fjöldi km: 17 Erfiðleikastig ferðar: 3/5 Dagur 2: Gengið frá Viðfirði í Barðsnes. Áhersla lögð á nærandi útivist og samveru, að fagna lífinu og vera til. Núvitundarstund, þakklætishugleiðsla og notalegheit. Gist í bænum Barðsnesi. Hækkun: Óveruleg Fjöldi km: 8 Erfiðleikastig ferðar: 1/5 Dagur 3: Gengið frá Barðsnesi út á Barðsneshorn, sem er þverhnípt og ævintýri líkast að upplifa. Á leiðinni út á Horn, er komið við í Rauðubjörgum, fallegum líparítbjörgum við hvíta strönd. Þegar gengið er til baka í Barðsnes, þar sem bátur mun sækja hópinn, er komið við í Mónesi, gengið út fjörur að einstökum steingerfingum. Í dag er hægt að vera með dagpoka með þar sem gengið er fram og til baka í Barðnes. Bátur sækir hópinn í lok dags og ferjar í Neskaupstað þar sem bílarnir voru skildir eftir. Hækkun: Óveruleg Fjöldi km: 10 Erfiðleikastig ferðar: 1/5 Brottfarastaður: Safnahúsið í Neskaupsstað - Sjá kort Farastjórar Hildur Bergsdóttir Fjallaleiðsögumaður og náttúruþerapisti Linda E. Pehrsson Fjallaleiðsögumaður og náttúrumarkþjálfi Þær hafa frá blautu barnsbeini unað sér best úti í náttúrunni og segja má að sameiginleg ástríða þeirra fyrir útiveru, mannrækt og lífsgleði sé grunnurinn að þessari ferð. |
Í bakpokanum:
Innifalið:
|